…síðan fékk ég mína dýrmætustu gjöf í hendurnar,
Ég upplifði það sem mig hafði dreymt um. Allar óskir mínar rættust, þegar ég fékk dóttur mína loks í fangið.
Ég veit ekki af hverju en ég vissi alltaf að hún kæmi til okkar að lokum.
Ég vissi hvað hún myndi heita 6 árum áður en hún fæddist, og keypti þá stafi til þess að setja nafnið hennar á hurð.
Í allri óvissunni sem lífið getur verið, þá er ást manns á barninu punktur sem aldrei hnikar.
Það er ekkert sem er mikilvægara en þessir dásamlegu einstaklingar og hlutverkið að koma þeim til manns.
Öll faðmlögin sem þau gefa…
…sýna okkur björtu hliðarnar á rigningardögum…
…gleði yfir einföldustu hlutum…
…eins og að elta sápukúlur…
…og að sofa svefni hinna réttlátu…
…á sama tíma og maður saknar litla barnsins, litlu manneskjunnar…
…þá gleðst maður svo innilega yfir öllum þroska, og að sjá litlu manneskjuna stækka….
…á hverjum einasta tímapunkti stendur maður sig að því að hugsa: þetta verður ekki betra en í dag…
…en næsta dag þá bara gerist það einmitt, það verður betra…
…litla barnið “hverfur”, sem er sorglegt, en í staðinn kemur í ljós þessi fallegi einstaklingur…
…sem tekur sínar eigin ákvarðanir…
…hugsar og spáir í hlutunum…
…og kennir manni sjálfum eitthvað nýtt á hverjum degi…
…allt sem maður gefur til barnanna sinna…
…það gefa þau svo margfalt til baka…
…og þetta er stórbrotin tilfinning að hlakka til að sjá þennan einstakling vaxa úr grasi…
…að hjálpa henni eftir fremsta megni að láta alla sína drauma rætast…
…hversu stórir eða smáir sem þeir eru…
…það er eitthvað sem er ekki bara skylda manns sem foreldri, heldur líka algjör forréttindi…
…lífið breytist svo fullkomlega á þeirri stundu sem maður fær barnið sitt í fangið. Um leið og heimurinn þinn gjörbreytist og snýst núna alltaf um þennan einstakling – þá er ekki varla hægt að hugsa til baka um hvernig hlutirnir voru áður, það bara hverfur, og það fullkomlega án saknaðar.
Elsku barn, takk fyrir að vera mín!
Takk fyrir að vera þú…
Takk fyrir endalausa blíðu, ást þína og hlýju!
Ég er svo þakklát fyrir að fá að vera mamma þín ♥
ps. afsakið – en í það minnsta tvisvar á ári koma svona væmir mömmupóstar (kannski oftar)! 🙂
Ég táraðist nú bara. Til hamingju með þessa fallegu snót.
Vildi hafa sagt þetta allt saman!
Til hamingju með mömmukrúttið þitt. 🙂
Yndislegur póstur og innilega til hamingju með flottu dömuna þína <3