…er það sem ég fæ endalaust þegar ég skoða hlutina sem að Joanna Gaines er að gera úti í Ammeríkunni. Þetta er svo ótrúlega fallegt hjá henni, og þetta “talar” svo mikið til mín að ég get varla sagt frá því.
Ég sýndi innlit hjá þeim hjónum, af húsinu þeirra, í fyrra (sjá hér). Þessar myndir, og margar fleiri sem að finnast á netinu, eru þannig að ég skoða þær ennþá reglulega – og mér finnst ég alltaf sjá eitthvað nýtt.
Þess vegna gat ég ekki annað en deilt með ykkur myndböndum frá því að húsið var í byggingum, hverju Joanna leitar eftir til þess að ná stílnum sínum, og þar fram eftir götum.
Ég er nokk viss að þið verðið ekki svikin af því að horfa á þetta 🙂
Þegar ég verð stór, þá vil ég verða Johanna Gaines, ok?
…og svo myndir með smáatriðum og dásemlegum myndum…
Photos and copywright Magnoliamarket.com/
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Hljómar spennandi 🙂 Hlakka til að skoða þessi myndbönd 🙂