…það er nú aldrei leiðinlegt að skoða fallega bæklinga og láta sig dreyma um bjartari tíma, og jafnvel eitthvað grænt og fallegt á túni úti. Því fannst mér kjörið að deila með ykkur nokkrum myndum úr nýjum House Doctor bæklingi, þar sem að vörurnar eru sérlega fallegar.
Þessi mynd finnst mér svo fallegt. Hvíti hreinleikinn, grófa viðarborðið, glærir vasarnir og svo þessar stöku grænu greinar – einfalt og fallegt…
…meiri einfaldleiki, og sennilega bara skemmtilegt að endurskapa þetta með alls konar vösum sem gætu fundist í kössum og skápum á heimilinu…
…ok, þið sjáið þema í þessum einfaldleka hjá mér, ekki satt?
…þessi motta er alveg ótrúlega flott, bekkurinn sömuleiðis og vasarnir – þeir eru æðis…
…það þarf oft ekki mikið til þess að skapa þessi “móment”…
…hér sjást skemmtilega einfaldar lausnir á glerkössunum sem margir eru með. Hvers vegna ekki að setja bara litla krukku með smá blómum, kerti eða bara fjaðrir?
…þessar vasar eru svo fallegir, fjúff…
…mér finnst þessi grófu glös alveg svakalega falleg – hreint yndisleg 🙂
Uppáhaldsvörurnar mínar frá House Doctor eru glerstjörnur tvær, sem ég fékk í Sirku…
…glerkertakassinn…
…og litli stjörnustjakinn, sem sést hérna!
…vörurnar frá House Doctor fást m.a. í Fakó á Laugavegi, Sirku á Akureyri, Tekk og A4.
Photos via housedoctor.dk
Til að skoða bæklinginn í heild sinni, þá má smella hér.
Yndislega fallegar vörur frá þeim…dauðlangar í heilan helling!!!