…því að við vitum að við elskum að skoða svoleiðis, ekki satt?
Þessi eldhúsbreyting kemur af blogginu Shades of Blue Interiors…
…þegar að fyrst var flutt inn voru veggir málaðir, og síðar skáparnir, eins og sést hér fyrir neðan (og hægt að lesa um hér)…
…síðan leið tíminn og þau skiptu út borðplötu og vaski, ásamt að flísaleggja á milli skápa og þvílíkur munur!
…eins er það áberandi hvað eyjan gerir ótrúlega mikið fyrir rýmið…
…fyrir utan hversu snjöll lausn þetta er (eyjan er heimasmíðuð, sjá hér)…
…og auðvitað flísarnar, sem eru afskaplega fallegar…
…þar sem að veggir og skápar eru núna svona ljósir, þá er það líka greinilegt hvað viðarborðplatan nær að hlýja mikið upp allt…
…þó hefði ég sennilega gætt þess að mála þarna undir skápunum 😉 – en veltum okkur ekki upp úr því…
…eldhúsið er hreint út sagt dásamlegt…
…svipaðar höldur fást í Ikea, fyrir ykkur sem eruð áhugasamar…
…hvítar könnur eru svo dásamlegir blómavasar…
…og auðvitað eru blómin bara yndisleg líka…
…lífga svo ótrúlega upp á…
…svo er það eins og alltaf, það eru smáatriðin sem að fullkomna myndina…
…og ekki spilla fallegar uppstillingar….
…né heldur þessi dásemdar vaskur – sem er úr Ikea og heitir Domsjo…
…dúdda mía hvað hann er fínn (sjá hér)…
…og bara eldhúsið allt?
Hvað er ykkar uppáhalds?
Ég er svo svag fyrir eyjunni og vaskinum, finnst það alveg æðislegt – og svo auðvitað hvíta kannan!
Photos and copyright via ShadesOfBlueInteriors
Úff…hvað er uppáhalds??? Líklega bara þetta hvíta, bjarta, fallega eldhús 😀 En jú…eyjan er æði og ruslafítusinn í henni…
Eyjan er gordjöss – væri til i eina slíka – nema aðeins mjórri ….fer á listann hjá húsbandinu (“,)
Þvílíkur munur á einu eldhúsi