… er einn af þessum fjársjóðum sem að leynast á Selfossi.
Dótahúsið er við hliðina á Sjafnarblóminu, í sama húsinu, og þessar tvær búðir eru reknar af sömu yndislegu konunum.
Mér finnst þetta vera alveg einstaklega dásamleg dótabúð…
…svo björt og falleg og eitthvað alveg dásamlega retró…
…þar er hægt að velja sér bangsa og útbúa, og svo færðu auðvitað alls konar dress á bangsana á staðnum…
…krúttulegt inni í stelpuherbergið…
…þessar voru ansi hreint sætar…
…ok – ég er friðlaus, mig langar svo í svona gamaldagsbangsakrútt…
…hann er bara einum og sætur og gammel…
…og hann mætti með alla vini sína með sér…
..eins og ég sagði, full búð af fjársjóðum…
…krítartafla og upphengi, krúttulegra en orð fá lýst…
…yndislegir snagar í fallegum litum…
…og ég var næstum búin að rífa þessa stjörnu niður og taka hana með mér heim…
…þetta rúm og þessar himnarsængur…
…þessar himnasængur eru dásemd…
…eitthvað fyrir strákana…
…og fyrir stelpurnar…
…og fyrir stelpur og stráka…
…æðislegar klemmur…
…awww – það væri hægt að geyma eitthvað í þessu…
…og þetta þarf ekki að vera bara í barnaherbergi – ónei…
…svo eins og ég sagði, þessi búð er bara svo falleg…
…algerlega þess virði að koma við og skoða þessar dásemdir…
…maður fær bara ofurþörf til þess að dúlla allt upp hjá sér…
Hvernig finnst ykkur síðan að skella ykkur í smá heimsókn svona á Selfoss?
Hafið þið farið í þessa búð?
Hérna er heimasíðan hjá Sjafnarblómum, og svo Facebook-síðan!
Eigið yndislega helgi krúttin mín ♥
Váááá… þvílík tilbreyting frá stöðluðu dótabúðunum. Meira að segja búðarborðið er ofurfallegt… og allt svo bjart og notalegt 🙂
Ekkert smá krútta! ég kíki pottþétt við næst þegar ég á leið hjá 😉
vá ég fer reglulega í sjafnarblóm, enda svo undurfríð verslun að það hálfa væri nóg. en ég hef aldrey kíkt í dótabúðina þó ég hafi vitað af henni þarna. Kíki þangað næst, engin spurning.
takk fyrir þetta krúttið mitt
kveðja Stían
Jeedúdda mía hvað þetta er allt saman fallegt. Ég verð greinilega að rúnta á Selfoss bráðlega!
Þvílíkt krúttaralegt!