…eru náttúrulega bara snilld. Þær eru eitthvað svo fallega hversdagslegar, smá sveitó og eiginlega bara bullandi rómantík í þeim.
Hér er bloggari sem tók krukkur og breytti þeim í raun í glerkúpla, og festi á þær litlar skápahöldur.
Bloggið sjálft heitir OrphansWithMakeup og er vel þess virði að kíkja aðeins á…
…myndirnar eru líka svo dásamlega fallegar að það hálfa væri nóg…
…þar að auki, þá er þetta endurvinnsla – og hún er bara skemmtileg…
…krukkurnar eru í raun notaðar sem mini-gróðurhús í þessu tilfelli sem kemur vel út.
Til að skoða nánar á blogginu, smellið hér!
All photos and copywright via OrphansWithMakeup.
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Snilld…gott að fá hugmyndir um hvað maður getur gert við allar þessar krukkur sem safnast upp hjá manni 😉
Sultuframleiðandi sem myndi selja sultuna sína í svona flúruðum krukkum myndi hafa það gott! Dásamlegt blogg – takk fyrir að deila.