…er sko alltaf ein uppáhalds búðin mín í USA. Þangað fer maður og röltir um svo tímunum skiptir, og alltaf að finna eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Þeir hafa líka verið duglegir að vera með alls konar flotterí fyrir heimilin og voru að koma inn með Industrial-línu sem er svo hrikalega flott að ég varð bara að skella henni hérna inn og sýna ykkur…
…eigum við eitthvað að ræða þetta, stólana – alla, bekkinn, borðið og teppið – dææææs…
…hillur og vírkörfur, alls sem gleður…
…sjáið svo bara litinn á þessum stálstólum…
…ég er sko alveg hreint skotin sko…
…rauða borðið, hengið fyrir ofan, og lampinn…
…þessi finnst mér bara töff – veit ekkert af hverju…
…jú ég veit – hann er bara flottur sko…
…stjörnuverk, bara til þess að standa á bakka eða í hillu – meira svona bara skúlptúr – big like…
…allar þessar mottur, smá litur en ekki um of, svoldið gamaldags en samt módern…
…ég er mjög ruglandi geri ég ráð fyrir
…ég er sko ákveðin í að fá mér svona vigt! Þessi er vigt er nýja “gamla ritvélin” sem mér langar í…
…alls konar flottir lampar, sérstaklega þessi silfraði “hangilampi”…
…þessir eru svona næstum eins og “ljósahundarnir” sem fást í byggingarvöruverslunum…
…industrial sófaborð…
…svo flott þegar það er komið í rétt umhverfi…
…úje…
…svona fæst klukka nú t.d. í Ilva, en þessar eru svo flottar…
…krúttaralegt fyrir litla blómvendi – svipaðir fengust í Rúmfó…
….ok, mér hefði aldrei dottið í hug að skreyta með keilum en hver veit…
…dásemdar stólar og rúmgafl…
…púðaóða konan sleppir því ekki að minnast á púða…
…nei sko, þessi er bara fín, og næstum eins og mín…
…þetta útlit er auðvelt að endurskapa með Vittsjö-hillunum frá Ikea…
…og auðvitað dásamlegur sófi til þess að kúra í…
…ójá – þetta þarf að skoðast vel við tækifæri
Hvað er ykkar uppáhalds?
All photos and copywirght via Target
Úff…hvað er ekki uppáhalds!! Held að mitt allra mesta uppáhald séu stóru stólarnir á efstu myndunum…líka þessi grái við flotta viðarborðið og bekkinn og það. Líklega af því að mig langar svo í svona stóla