…eða andleysis í þessu tilfelli! Ég veit ekki hvað það er, eða kannski veit ég það, ég veit eiginlega ekki hvað ég veit.
Eins og ég sagði ykkur í byrjun mánaðar, þá fengum við erfiðar fréttir sem maður er enn að takast á við. Síðan hefur verið fremur mikil “ókyrrð” í loftinu inni á SkreytumHús-hópnum. Bæði í skriftum, og svo hafa leiðinda “klámvírusar” verið að deilast inn á hópana, frá notendum – auðvitað óviljandi, þetta er bara eins og vírusa er háttur. Allt þetta áreiti hefur haft eitthvað svo ótrúlega mikil áhrif á mig. Ég er eitthvað svo skrambi þreytt og “úfin” að ég veit stundum ekki hvað snýr upp eða niður á sjálfri mér.
Ég tek þetta allt saman svo mikið inn á mig að ég fæ þvílíkan hnút í magann og er að reyna að passa að allt fari vel fram, að öllum líði vel og að vírusar séu ekki troða sér inn á hópsmeðlimi og hreinlega misbjóða siðferðiskennd þeirra. Þannig að ég sit stundum bara við heilu og hálfu kvöldin bara á vaktinni.
Ég vil, eins og ég hef svo oft sagt, alls ekki vera að ritskoða – en þegar er farið að tilkynna umræður. Eða hreinlega þegar þær eru að verða leiðinlegar gagnvart einhverjum, þá tek ég þær út. Hins vegar þá fæ ég samt bullandi móral yfir að taka þær út. Er alltaf að hafa áhyggjur að einhver verði fúll eða reiður yfir að einhverju sé eytt. Þannig að ég er með hnút áður en ég eyði, og eftir að ég eyði. Það er vandlifað í þessum heimi, ekki satt?
Eftir að mikill hamagangur varð þarna inni um daginn, þá skrifaði ég smá línur inn og ég ætla að fá að birta þær hér líka:
Elsku allir…
í ljósi umræðunnar sem varð hér í kvöld, og auðvitað þeirrar sem leiddi til hennar. Þá langar mig bara svo að ítreka “reglur” hópsins og biðla til ykkar sem að koma nýjar/nýjir inn að lesa póstinn sem er “pinnaður” hérna efst og reyna að fara eftir því sem þar stendur.
Í raun legg ég ekki meira á ykkur en að koma fram við aðra eins og þið viljið láta kom fram við ykkur sjálf. Ekki skrifa neitt, sem þú myndir ekki segja við viðkomandi í eigin persónu. Á bakvið öll þessi nöfn, allar þessar myndir, eru persónur og orðin sem við skrifum niður særa jafn mikið, og stundum meira en við vitum.
Sjálf er ég ofurviðkvæm fyrir öllu svona, les í “like”in og er “dæmigerður” krabbi sem tekur allt inn á sig. Mér finnst t.d. kvöldið í kvöld búið að vera hrikalega erfitt, því að mér finnst svona ófriður alls ekki æskilegur, og alls ekki eins og ég vil hafa andrúmsloftið hérna. Plús að hnútur í maga er alls ekki þægilegur!
Ég reyni að vera málefnaleg, ég reyni að fylgjast með umræðum og ef ég sé eitthvað sem mér finnst vera persónuleg árás, eða rætið, þá hef ég tekið það út (hefur samt næstum aldrei gerst). Svo má velta því fyrir sér hvort að það ætti að fara að ritskoða meiri umræður hérna inni sem snúa að fyrirtækjum, en mér finnst samt málfrelsið mjög mikilvægt.
Við erum á vissan háttþjóð sleggjudóma. Við sláum fyrst og spyrjum svo, enda víkingar, og við gleymum á ca þremur dögum. Netið er ótrúlega hættulegt þegar það kemur að þessu hugarfari og því ber að fara farlega, því þegar orðin eru komin á skjáinn – þá er einhver búin að “print screen-a” þau, og þau eru þarna að eilífu, amen. Hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Mér þykir ótrúlega vænt um þennan hóp – þennan jákvæða, vinalega anda sem hér ríkir og hversu vel það hefur gengið að halda honum þrátt fyrir að vera ört stækkandi.
Ég skal reyna mitt besta, til þess að hópurinn verði áfram jákvæður, og ég veit að þið gerið slíkt hið sama!
Ég vildi bara setja þetta inn hér í dag, til þess að næstum afsaka mig og þá staðreynd að þið finnið örugglega fyrir smá andleysi frá mér. Ég er víst bara eins og við allar, stundum þá er maður að gera alls konar – svona situr maður eins og klessa og starir á Netflix, eins og maður sé á launum,
Ég fer örugglega að gera sitthvað skemmtilegt mjög fljótlega!
Risaknúsar og góða helgi ♥
ykkar
Soffia
Horfðu á Netflix, vertu andlaus í smá tíma til að hlaða batteríið en ekki vera leið yfir að eyða út neikvæðri umræðu á FB, hópurinn gengur ekki út á að vera með leiðindi, ef slíkt sést þá er það bara fjarlægt án efasemda þannig lengi lifir skemmtilegi og hugmyndaríki skreytingarhópurinn.
Takk fyrir bloggið þitt og vaktina yfir hópnum á FB ; )
Elsku dúllan mín…kannast alveg við svona andleysi. Þú ert sko algjör snillingur í að hafa hemil á öllum þessum 19.035 meðlimum sem eru þarna inni og þetta gengur nú ótrúlega vel miðað við þennan fjölda. Ekki, og ég endurtek EKKI, vera að stressa þig á því að finna upp hjólið í andleysinu því þá eykst andleysið bara og heilinn á manni tæmist enn meira af hugmyndum. Njóttu bara að horfa á Netflix og dúllaðu þér með börnum, manni og hundi þar til andleysið hverfur! <3
Knús í hús mín kæra!!