HouseSeven…

…er dásamlega falleg bloggsíða (sjá hér) og auðvitað er Instagram-ið yndislegt líka (sjá hér).

Ég ætla að reyna að fara að setja inn pósta reglulega, með fallegum blogg og instagram-síðum, og vona að það leggjist vel í ykkur.  Það er svo ótrúlega mikið fallegt hérna í netheimum að það er um að gera að kíkja á sitthvað nýtt af og til, ekki satt?

Þarna búa hjón með þrjú börn, og þetta er 7unda húsið þeirra. Því ber bloggið þetta nafn.  Ég þori ekki að sverja fyrir hvort að myndirnar séu úr fleiri húsum, en því sem þau búa í núna.  En það kemur varla að sök – fallegar eru þær…

Fullscreen capture 13.1.2016 175426

…ótrúlega fallegt og einfalt – rómó…

Fullscreen capture 13.1.2016 175533

…hvítt og örlítið kántrískotið eldhús…

Fullscreen capture 13.1.2016 175543

…dásamlegt barnaherbergi…

Fullscreen capture 13.1.2016 175556

…þarna sjáið þið ship-lap-klæðningu á veggnum.  Er ekki viss hvað það útleggst á okkar ástkæra og ylhýra.  Kannski bara panill?

Fullscreen capture 13.1.2016 175609

…fallegt að sjá trélistana á veggnum og hvernig þeim er skipt upp…

Fullscreen capture 13.1.2016 175616

…kózý svefnherbergi, hvítt en samt svo hlýlegt…

Fullscreen capture 13.1.2016 175656

…greinilega dásamlegar borðplötur í eldhúsinu…

Fullscreen capture 13.1.2016 175750

…ójá – fæ í hnén af allri þessari fegurð…

Fullscreen capture 13.1.2016 175900

…dásamleg mottan, og ljósið er töff…

Fullscreen capture 13.1.2016 175919

…úff, ójá, úff!

Fullscreen capture 13.1.2016 175938

…svo er það dásamlegt dömuherbergi…

Fullscreen capture 13.1.2016 175359

…það er sko ekkert hægt að kvarta yfir þessu 🙂

Fullscreen capture 13.1.2016 175409

Allar myndir via HouseSevenBlog instagram!

 

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “HouseSeven…

  1. Margrét Helga
    20.01.2016 at 08:08

    Hlakka til að fylgjast með þessu bloggi 🙂 Og komst að því að ég er alveg með’edda…á eins kommóðu og er við hliðina á hjónarúmið 😛

  2. Anna Sigga
    25.01.2016 at 19:04

    vá hvað mottan í eldhúsinu er æðisleg, vantar nýja mottu í stofuna og þessi yrði himnagjöf 😀 alelujá !! 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *