Inn í skápinn…

…ok, nýtt ár – ný markmið!

Engar áhyggjur, ég er ekkert að fara að gerast stóryrt um heiftarlegar ræktarferðir í náinni framtíð.  Eða svakalega megranir eða neitt svoleiðis.  En hins vegar, þá ætla ég að ræða um skipulagsperrann sem býr innra með mér.  Eftir jólin, þegar maður pakkar þeim niður, þá finnur maður fyrir ahhh-inu sem kemur með hreinleikatilfinningunni.  Hún er skrambe hvetjandi og því ákvað ég að halda áfram með hana.

Helst myndi ég vilja rjúka í bílskúrinn, en það er svo kalt þarna úti núna, að ég missi allan vinnuvilja og því ber að byrja hérna inni við.

Sem er bara fínt! Ekki veit af!

Ég fór einmitt í Mínímalíska hópinn á Facebook, var reyndar mest hissa að mér var hleypt þarna inn.  Því það vita víst allir að ég er ekki mínímalísk,en hins vegar, eins og áður sagði – þá býr innra með mér skipulagsperri – og honum þarf að sinna. Ég vil “vita hvar allt er” – ég þarf að hafa skipulag á öllu dótinu mínu, sem er mikið.  Ég er t.d. alltaf að losa héðan út, föt og dót og annað slíkt – þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ástandið væri ef ég gerði það ekki.

Þannig að þið fyrirgefið að þessi póstur er ekki fullur af fallegum myndum, en vonandi fáið þið einhverjar hugmyndir í staðinn.

Í fullkomnum heimi þá ætti ég risavaxið fataherbergi – helst sér skóherbergi – en svo er víst ekki, og í staðinn þarf ég að koma öllu mínu hafurtaski fyrir í fataskáp sem er rétt rúmlega 1m.

Ástandið verður því reglulega, ekki gott – svo farið sé fínt í hlutina – özzzzz sjáið þið þarna neðst.  Það sést illa en hins vegar er þetta samanbrotið…

skreytumhus.is-027

…herðatrén voru svona!

Ég er með tréherðatré sem ég keypti hérna um árið – og skipti öllum herðatrjám út fyrir þau.  Tréherðatré eru svo massíf og svona. Hins vegar komst ég að því að tréherðatrén eru ekki bara massíf, þeu eru líka PLÁSSFREK.  Ég var því alveg að gefast upp á öllu plássinu sem þau taka.  Því var ég farin að skipta þeim út fyrir efnalaugaherðatré.  Þau taka mikið minna pláss!

Næsta vandamál var þá, þegar ég tosaði einn kjól af herðatré, þá datt allt af næsta herðatré við hliðina…

skreytumhus.is-031

…það var því ekki aftur snúið þegar ég sá þessi í Rúmfó, þau eru í fallegum litum – sem er plús – og svo eru þau svona “loðin” þannig að fötin sitja smekkföst á þeim…

skreytumhus.is-029

…sem sé – plús og plús…

skreytumhus.is-030

…því hófst ég handa að henda öllum fötunum á rúmið…

skreytumhus.is-033

…og til þess að ganga ekki af göflunum og leiðindum, þá er fínt að horfa á eitthvað skemmtilegt á meðan.  Passa bara að henda ekki fötum yfir Ipad-inn, hann gæti týnst…

skreytumhus.is-034

…og láta blekkjast þó rúmið sé svona tóm öðru megin, það var ekki lengi…

skreytumhus.is-035

…smá ábending – það er gott að setja svona körfur á gólfið og safna beint í þær fötunum sem þið ætlið að losa ykkur við.  Eins er snjallt að fjárfesta í bláum Ikea pokum þegar maður fer þangað, einmitt fyrir svona “losa-sig-við-dót-æfingar”…

skreytumhus.is-028

…rúmið það fylltist – dææææs…

IMG_6355

…og körfurnar líka…

IMG_6356
…og eins og með allar breytingar – þá varð allt mikið verra, áður en það varð betra…

IMG_6358

…og ljóskan ég – fattaði loksins hvers vegna það er svona “dót” framan á herðatrénu.  Ég hélt að þetta væri bara til þess að “festa” þau saman hlið við hlið – svo þau tækju minna pláss, eða kannski setja hálsmen með dressunum 😀

Ég sagði ykkur það, ég er ljóska!

2016-01-13-124849

…svo var skápurinn þrifinn hátt og lágt, og öllu komið fyrir á nýjan leik.  Örlítið endurskipulag átti sér stað (og já, ég er kjólakona)…

IMG_6362

…skópörin eru þarna meira til þess að kæta mig, fremur en fyrir notkun.  Þar sem ég er með skóskáp í þvottahúsinu…

skreytumhus.is-0031

…í skáphliðinni eru snagar sem dragast út, og þar hanga hálsfestar og einhver veski…

skreytumhus.is-036

…geymslubox eru með klútum og beltum, og öðru slíku…

skreytumhus.is-0041

…og ég þarf að sýna ykkur þetta betur!

Er einhver sem getur giskað hvað þetta er?

skreytumhus.is-0051

…að lokum – þá var þetta fjallið sem fór út úr skápnum!

Jeminn eini!

Þetta var fyrsta “árásin” mín á skápinn, og ég ætla að halda áfram að grinka á þessu.  Trúið mér, ég var að losa mig við óléttubuxur frá því ég gekk með dömuna – og það eru 10 ár síðan þær voru notaðar.  Það er alveg ótrúlegt það sem maður hangir á, og ætlar alltaf að nota/laga/breyta síðar…

IMG_6363

…áður var ég bara með eina skúffu þarna undir kjólunum, sem í voru skór sem voru aldrei notaðir, en ég hækkaði tréhilluna og bætti við skúffu.  Það munaði mikið um það að koma buxum og leggings fyrir í skúffum og þurfa ekki að raða á hilluna…

IMG_6359

…í efstu hillunni eru veski og þess háttar, og ef þið eruð að spá í hvers vegna það eru tveir litir á herðatrjánum.  Þá eru þessi hvítu með sparifötunum, og þessi grænu eru svona hversdags.  Auðveldar manni að fletta í gegnum þetta og finna dress dagsins…

2016-01-13-124753

…ég get víst ekki sagt ykkur hvað þið eigið að losa ykkur við í svona hreinsun.  En góð regla er, bara það sem þið notið ekki.  Það er alltof mikið af fötum sem maður geymir af einhverjum vana, eða jafnvel af því að það eru einhverjar minningar tengdar við þau.  En þegar þetta er farið, þá er það ótrúlegur léttir.

Við vinkonurnar erum líka með svona “deilihagkerfi” – þannig að við látum hvor aðra fá föt, bæði af okkur og krökkunum, þannig að þetta nýtist áfram.  Svo eru fatakassar frá Rauða Krossinum útum allt.  Fatagámar í Sorpu-stðvunum, og t.d. Von & Bjargir koma heim og sækja ef þið eruð með eitthvað magn af dóti (það er frábært og ég hef nýtt mér það í bílskúrstiltektum)…

skreytumhus.is1

…en vá!  Hvað það var góð tilfinning að klára þetta og það er mikið skemmtilegra að ná sér í föt núna!

Hvernig er svona póstur, nýtist þetta einhverjum?  Eða er innblástur?

Eða eruð þið bara að hneykslast á draslaraGuddunni sem hér bloggar! 🙂

IMG_6360
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

15 comments for “Inn í skápinn…

  1. Margrét Helga
    14.01.2016 at 08:13

    Þvílíkur innblástur mín kæra! Get ekki hneykslast á drasli hjá öðrum því það er nóg af því hjá mér 😉 Og snilld að nota mislit herðatré…á fullt af svona svörtum loðnum en ætla að kaupa mér annan lit fyrir sparidressin 🙂 Takk fyrir póstinn mín kæra!

  2. Anna Sigga
    14.01.2016 at 08:14

    NÆS ég er hrifin af þessu fyrirkomulagi með herðatrén hjá þér 🙂 best að heimsækja rúmfó og ath hvort þau eigi herðatré handa mér 😀

    Ég er reyndar með minni skáp en þú !!! Af því ég fór í annað herbergi annars væri ég bara í góðum málum sko 😀 Sonurinn geymir sumt fyrir mig í sínu herbergi enda með tvöfalda rísaskápa í sínu herbergi 🙂

    kv Anna Sigga

  3. Fjóla
    14.01.2016 at 09:48

    Skemmtilegur póstur! Klárlega hvetjandi og ekki veitir af því að fara í svona framkvæmdir 🙂

  4. Svala
    14.01.2016 at 10:29

    Þessi herðatré eru bara snilld og takk fyrir að benda mér á snagann á þeim, hélt þetta væri bara svona fídus afþvíbara!!!! og ég er ekki einu sinni ljóska!!!!!! Flott þessi spari hnúajárn þín, eða eru þetta ekki annars hnúajárn??????? 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.01.2016 at 19:30

      Hahahaha…..sparihnúajárn, þú ert æði!! 😀

  5. Krissa
    14.01.2016 at 11:09

    Sniðug þessi herðatré!! Þarf einmitt að fara í skápinn minn ….. elska svona hreinsunartilfinningu!

  6. Inga
    14.01.2016 at 11:19

    Vá ég held ég fari bara að taka til í skápunum á þessu heimili 😉

  7. Magga Einarsdóttir
    14.01.2016 at 13:17

    Svona tiltektir eru alveg nauðsynlegar, ein spurning hvar fékkstu snagana í skáphliðinni sem dragast út ?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.01.2016 at 19:29

      Snagarnir fengust í Ikea 2008 þegar við keyptum þessa Pax skápa. Settum líka svona hjá bóndanum fyrir belti og annað slíkt.

  8. sirena@internet.is
    14.01.2016 at 18:21

    hæ hæ rakst á svipaða en mun ódýrari leið en að skipta öllum herðatrjám út og nota það mikið hér á mínu heimili maður tekur stykkið sem notað er til að opna kókdollu eða( bjórdollu ) og þræðir upp á herðatréð og svo koll af kolli og þá er hægt að hengja eins mörg saman og maður vill 🙂 en flottur skápur ekki svona mikil röð og regla hér

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.01.2016 at 19:28

      Já það er líka sniðugt – var búin að sjá svoleiðis 🙂

      Hins vegar var mitt vandamál líka hversu mikið allt var að renna af þegar ég náði mér í herðatrénu við hliðina!

  9. Habba
    14.01.2016 at 23:19

    Þú ert alveg með þetta kona!
    Ég er enn með viðarherðatrén hjá mér, keypti svona lóðin svört í fyrra in Rúmfó, reyndar annað merki en krókurinn datt af þeim öllum svo ég fór í fýlu útí svona herðatré… :/ oog ég er með fáránlega stærð í skilrúmi á öllum skápum hér í öllum skapum i herbergjum, innmál hjá hillunum er 37 cm svo ekkert universal körfusystem passar og hillurnar nýtast svooo illa 🙁 einhverhár hugmyndir?

  10. Kristín
    15.01.2016 at 00:37

    Þetta er geggjað hjá þér, elska allt svona sem hjálpar mér við skipulag og drífur mig af stað. Ég er sko bara þotin í Rúmfó að kaupa 100 stk af herðatrjám 🙂

  11. GM
    13.06.2016 at 11:45

    Elska svona pósta

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *