…en ég er ekki sannfærð um að þessi séu páskaegg.
Ég held bara að þetta séu voregg, getur það ekki alveg verið?
…eggin eru sem áður sagði, úr Rúmfó og Fjarðarkaup. Svipuð gætu fengist í föndurbúðum.
Málningin er frá Skrapp og Gaman…
…og það sama má segja um Rub On-límmiðana….
…og útkoman er svona…
….mér finnast þessi litlu egg eiginlega bara ferlega krúttuð hérna…
…kanínukrúttin eru ekki enn komin ofan í páskakassann, þannig að rétt á meðam fá þau að vera uppi við…
…fuglar eru enn í uppáhaldi, ójá…
…fölbleik egg, skreytt með brúnni mynd og smá steinum…
…og alls konar lítil…
…kertastjakar undir glerkúflum eru kannski ekki praktískir, en ansi fallegir…
…hvít egg með fölgrænum myndum og steinum…
…öll þess egg. og prófíl eggin sem að ég gerði um daginn (sjá hér) eru úr einni svona lítilli Rub On-bók frá Skrapp og gaman…
Munið svo að á morgun verður dregið úr gjafaleiknum, þannig að hver fer að verða síðastur að skrá inn kommentið sitt 🙂
p.s. eruð þið nokkuð alveg hættar að þora að kommenta? 😉
Svo mikil krútt þessi egg, alvg klárlega voregg enda er það bara þannig.
þetta eru sko voregg 🙂 ekki spurning
Ekkert smá æðisleg egg ! og sko algjörlega voregg 😉
Mjög falleg og klárlega ekki bara páskaegg… alveg vor og sumar líka og svo er náttúrulega ekkert að því að vera eggjandi allt árið… 🙂
Þessi eru svo ofboðslega falleg að þau sóma sér vel fram á sumar – ekki spurning!
hvar fékkstu bláu kertastjakana finnst þeir dásamlegir 😉
Ásta Júlía, þessir eru úr Tiger og fengust í það minnsta enn þar um daginn 🙂