…ég veit ekki með ykkur, en ég er ein af skrítnu konunum sem fer stundum á netfyllerí. Kannski bara ágætt því að þetta er eina fyllerí-ið sem ég fer nokkru sinni á. En þá skoða ég í alls konar netverslanir og set í körfu, oft algjörlega óháð því hvort að þetta sé innan budget eða eitthvað sem mig “vantar”. Ég meina, þetta er fyllerí – þá er maður ekkert skynsamur.
Þannig ég varð sérlega kát þegar að Pier tók í gegn heimasíðuna sína á seinasta ári, og smekkfyllti hana af gersemum. Síðan þegar ég rak augun í að það var líka útsala, þá bara wooohooo og í að skoða. Ákvað að deila því með ykkur, kannski er eitthvað sem þið rekið augun í sem er fallegt, skemmtilegt og fellur undir bráðnauðsynlegan óþarfa – sem er best 🙂
Athugið að þið getið smellt á myndirnar til þess að sjá meira, eða fara beint inn á hlutinn á heimasíðu Pier.
Hnettir eru ótrúlega flottir, og þessir sem fást þarna eru stórir og mjög svo glæsilegir og massífir…
…glerkrukkur með stút, möst fyrir sumarið sko…
…geggjaður lampi á náttborðið, eða í stelpuherbergið…
…eldhússtólarnir mínir, elska þá!
…líka til í barstólum, geggjaðir…
…þessir hérna eru bara flottir…
…en þessi hérna er sko uppáhaldið mitt – ég þarf þennan stól í líf mitt!
…svo er ég reyndar spennt fyrir pari af þessum…
…æðislegt hliðarborð, á ganginn, borðstofuna eða bara í eldhúsið…
…eins gæti þessi orðið náttborð, fyrir þær sem hafa meira pláss…
…ferlega flott sófaborð (voru til fleiri stærðir)…
…ég er sérlega veik fyrir svona körfum…
…svo ekki sé minnst á bókboxin sem ég fæ ekki nóg af…
…konur með púðablæti geta sjaldnast hamið sig…
…geggjaður veggplattar…
…og svona handspeglar eru sérlega dömulegir og fallegir á borð eða vegg…
…geggjaðar fánalengjur í “kántrískotin” brúðkaup, eða bara fermingar…
…geggjuð hillurjárn, og það gæti líka verið flott að gera bókastoðir úr þessu…
…ég og diskar á fæti, og kórónur, stenst þetta ekki…
…þessi fannst mér ótrúlega krúttaður – sætur að kaupa nokkra og eiga í vinkonugjafir fyrir dótturina…
…þessi eru svo flottur – og til mjög stórir líka…
…rómantískar könnur – það er eitthvað fyrir mig…
…hinn fullkomni enda-við-rúm-bekkur – rustic og rómantískur!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Heilmargt þarna sem maður væri sko alveg til í að eiga 🙂 Var einmitt að reyna að skoða heimasíðuna hjá Pier en það komu engar myndir 🙁 Þessi póstur var sem sagt akkúrat það sem ég þurfti 😉 Takk!