…tekur við þegar jólaskrautið fer niður og við tekur veturinn.
Ég verð að segja fyrir mína hönd þá þykir mér ofsalega vænt um janúar og febrúar, þessa dimmu mánuði. Því að þegar að jólaljósin eru á trénu, og alls staðar, hérna heima þá finnst mér næstum vera of bjart. Mér líkar vel við rökkrið, við hlýja myrkrið – á meðan ég get haft kertaljós og kósý meððí…
…og eins og þið sjáið þá er nú eitt og annað sem fær að vera áfram uppi við, þrátt fyrir að hafa upprunalega keypt eða stillt upp í “jólalegum” tilgangi, þá færist það yfir í vetrarhaminn og verður að hinu sívinsæla vetrarskrauti…
…og þar sem húsið mitt er alltaf fullt af gullunum mínum, þá bætist enn meira af gullum við yfir jólatímann, og því finnst mér einhver dásamlegur einfaldleiki verða þegar að jólaskrautið pakkast niður.
Við tekur einfaldari tími. Kertin, númer 1, 2 og 3.
Ekki má heldur gleyma að það er svo mikil fegurð í öllu í kringum okkur. Þetta þarf ekki alltaf að kosta margar krónur. Kassinn sem Maríustyttan stendur í er gamall klukkuskápur, sem hefur dottið niður og brotnað.
Nú er hann kominn með nýjan tilgang, og í mínum augum er hann svo dásamlega fallegur svona “ófullkominn”. Hann er fullkomlega ófullkominn. Myndirnar eru síðan úr Góða Hirðinum….
…dásamlegu gervigreinarnar úr Litlu Garðbúðinni, fengu að standa áfram, enda svo raunverulegar og fallegar að það hefði verið synd að pakka þeim niður…
…Stormurinn skilur ekkert í öllu þessu plássi eftir að jólatréð fór…
…gerir sitt besta að fylla upp í plássið eins og hann getur…
…hálfkjánalegur yfir þessu öllu elsku kallinn 😉
…þannig að hann þurfti smá kózýtíma eftir þetta allt saman…
…ég gat ekki annað en tekið mynd af þessari stellingu þeirra “feðga”…
…en þetta er dæmigerður Stormur, hann vill helst liggja ofan á manni, eins nærri og séns er…
…sáttur…
…þreyttur…
…en ánægður ♥
…svona er stofan þá að jólum loknum…
…og í rökkrinu öllu.
…svo á morgun, þá ætla ég að sýna ykkur eldhúsið og meððí!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Kósí og yndislegt eins og alltaf…
Og vá hvað það fer vel um þá “feðgana”…yndislegar myndir af þeim 🙂
Knús í hús <3
♥
Rosalega er hlýlegt og rómantískt hjá þér. En ein spurning: Eru bakkarnir “out”? 🙂 Ég sé að þú ert minna að raða á bakka núna.
Nei jeminn eini, alls ekki – þeir eru bara stundum í notkun og stundum ekki. Um jólin var ég t.d. með stórann bakka á stofuborðinu og þess vegna er það bakkalaust núna 🙂