…og því að öllu góðu þarf að ljúka um síðir!
…og það þarf að geyma þetta allt saman! Oh my God, hvað það er nú mikið sem þarf að koma fyrir 🙂
Ég ákvað því, sökum þess að ég var með óeðlilega mikið magn af svörtum ruslapokum sem umbúðir utan um jóladót, að fjárfesta í nokkrum plastkössum úr Rúmfó á Korpu. Enda þarf að koma þessu fyrir almennilega.
Reyndar var ég mikið að spá í að mynda dótið og setja myndir á kassana. En hins vegar er magnið svo mikið að ég gafst upp. Þannig að það er bara einn kassa fyrir alls konar jólatré, einn fyrir alls konar hús, og einn sem geymir dótið sem er í krakkaherbergjunum…
…dótinu af trénu var safnað á borðstofuborðið…
…og flokkað niður…
…hjörtu og glimmer könglar…
…og Snapparinn, en þessi er alltaf falinn inni í jólatrénu hjá okkur. Sagan á bakvið það, er að stóra systir mín var alltaf að færa mér strumpa þegar ég var bara smástýri (ca 3-4 ára og hún þá um 20 ára). Hún gaf mér Snapparann sem er “vondi” strumpurinn, og ég lét hann hverfa. Faldi hann einhversstaðar, hún reyndi aftur að gefa mér hann og aftur þá lét ég hann hverfa. Síðan fyrir nokkrum árum þá fékk ég þennan stóra í jólapakka frá henni – og læt hann því hverfa inn í tréð á hverju ári 🙂
…jólaskraut er nú afskaplega fallegt svona á niðurleið líka, ekki satt?
…hérna sést betur kúlan frá dótturinni, en hún kom einmitt í svona fínt máluðu skyrboxi og er alltaf geymd í því…
…og svo frá litla manninum…
…ferlega krúttað!
…þarna sjást einmitt snjókorn í hrönnum í baksýn…
…og fínu kúlurnar, eru í svona líka fínum kössum…
…en samt eru alltaf svona retró kassar í uppáhaldi ♥
…ferlega góðir svona langir kassar, fyrir jólatréssafnara…
…og svo er öllu komið fyrir og þetta lýtur svona líka vel út…
…og raunveruleikinn er meira svona, þegar “hrúgan” er að verða tilbúin fyrir háaloftið!
Svo á morgun, þá kíkjum við á það sem fékk að standa áfram sem vetrarskraut, grey Stormurinn að leita að jólatrénu ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!
Æði!! Er einmitt með svona plastkassa, einn fyrir hvert barn. Þegar þau verða fullorðin og flytja að heiman þá fá þau kassann með sér 🙂 Þarf hins vegar að kaupa fleiri…skil ekkert af hverju ***hóst****hóst***
Dularfullt mál – kannast ekkert við svona 😉
Soffía hvað er jólatréskassinn langur ? 😀 gæti verið að ég þyrfti að skipta út einum kassa og þá get ég komið platjólatrénu ofan í þann kassa ef hann er nógu langur 🙂
skemmtilegur póstur eins og endranær 😉
Takktakk 🙂
Hann er reyndar kominn upp á háaloft en var rúmur metri að mig minnir. Held að það hafi verið til nokkrar stærðir í þessari týpu líka!
omg hvað Stormurinn er yndislegur að leita hahah, nú ætla ég næstu jól að splæsa í nýtt tré og eitthvað skraut, hvar fékkstu þessi fallega dásamlegu snjókorn ?
Stormurinn er yndi! Snjókornin eru víðsvega frá, þessi glæru og stóru eru flest frá USA, en hvítu – sem er svona mikið af – keypti ég í Byko fyrir nokkrum árum. Þau voru 10stk saman á held ég 99kr 🙂
Plast kassarnir eru alveg málið undir skrautið og nú á tilboði í Rúmfó
Algjörlega 🙂 Pjúra snilld!