Blessuð jólin…

…er þá yfirstaðin.
Ljúf að vanda og líða alltof hratt.

www.skreytumhus.is2

Við héldum okkar fyrstu jól hérna heima, í ljúfum félagsskap tengdaforeldra minna, og það var bara aldeilis yndislegt.  Okkur fannst við vera sérlega fullorðin við þetta allt saman 🙂

Matargerðin gekk vonum framar.  Við vorum með hráskinku og melónu í forrétt, hamborgarhrygg sem við elduðum í ofni (ekki soðinn) í aðalrétt – ásamt brúnuðum kartöflum, sætum kartöflum og waldorf-salati.

Sum sé, gasalega fullorðins!

Nú og á sama tíma og borðið stóð svona, reddí fyrir aðfangadagskvöld…
www.skreytumhus.is-004…þá ruddust þessir þrír félagar hingað inn…

www.skreytumhus.is-001

…litli gaur var nú pínu skelkaður en í öruggu fangi pabba þá slapp þetta til…

www.skreytumhus.is-002…Stormur skildi ekkert í þessum hamagangi…

www.skreytumhus.is-003…svo þegar að klukkan sló 18 á aðfangadag, þá voru þessi tvö sko meira en tilbúin að biðinni löngu væri lokið…

www.skreytumhus.is-014…spennan var alveg að fara með þau…

www.skreytumhus.is-015…að matnum loknum voru það pakkarnir – loksins!  Fyrstur var pakki frá stóru systur…

www.skreytumhus.is-016…og í honum var hann Bob…

www.skreytumhus.is-017…og óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn svo um munar…

www.skreytumhus.is-018…systirin fékk sko verðskuldað knús fyrir þessa gjöf…

www.skreytumhus.is-019…alltaf svo yndislegir föndurpakkarnir sem krakkarnir gera – og Bob auðvitað með…

www.skreytumhus.is-020…jólakúla með handafari, og svona fín mynd með jólasveini með handafarsskeggi…

www.skreytumhus.is-021

…og þegar maður er fimm ára, þá er þumall upp fyrir jólunum sko algjörlega málið – og auðvitað ömmuknús…

www.skreytumhus.is-022…yndislega daman okkar tekur hlutverk sitt að lesa á pakkana mjög alvarlega…

www.skreytumhus.is-023…og stendur sig með prýði…

www.skreytumhus.is-024…og svo, þegar öllu er lokið, þá er ástand stofunnar fremur bágborið.  Svona í raun má segja að hún sé alveg sprungin…

www.skreytumhus.is-025 Við erum síðan búin að koma á þeirri hefð, að á jóladagsmorgun, þá eru sokkarnir “fylltir” með hinu og þessu smálegu (tannburstar, Pezkallar og pínu Lego kassi) – siður sem að krakkarnir hafa sérlega gaman að…
www.skreytumhus.is-0071…og í svona líka fínu jólaskapi…

www.skreytumhus.is-0061…Stormi fannst reyndar eitthvað lítið fyrir sig í þessum sokkum…

www.skreytumhus.is-0081…fannst þetta ekki eins skemmtilegt og krílunum…

www.skreytumhus.is-0091…en engar áhyggjur – hann fékk svínseyru, bein og lifrapyslu, ásamt ýmsu öðru góðgæti…

www.skreytumhus.is-0101…síðan var deginum eytt í þetta að mestu leyti – setja saman gersemarnar eftir kúnstarinnar reglum – og Bob með…

www.skreytumhus.is-0111…mér fannst svoldið gaman að horfa eftir ganginum og sjá þetta hérna 

www.skreytumhus.is-0121…og þegar farið var að sofa, þá stóðst ég ekki mátið að mynda litla manninn – með Bob sínum…

IMG_5961

…og yndislega stelpan okkar sofnaði með nefið ofan í bók – alveg eins og það á að vera á jólum! 

IMG_5995

Þannig að ca svona voru jólin, bætið við ótæpilegu magni af mat, 11 óvæntum en afar velkomnum gestum í eftirrétt á aðfangadag, matarboði hjá tengdaforeldrunum, matarboði hjá okkur fyrir systkini mín, foreldra og afleggjara (20+ manns) og bara almennri leti með!

Jólaknús til ykkar frá oss 

IMG_5984

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Blessuð jólin…

  1. Margrét Helga
    29.12.2015 at 09:04

    Svona eiga jólin líka að vera 🙂 Afslöppuð og yndisleg…og auðvitað með Bob 😉

  2. Kristjana Axelsdóttir
    29.12.2015 at 17:25

    Gleðilega hátið. Yndislegar myndir að vanda, segðu mér eitt mín kæra, hvar fékkstu frostrósirnar sem þú ert með á jólatrénu?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      29.12.2015 at 19:10

      Takk Kristjana! Hvítu frostrósirnar eru úr, að mig minnir Byko og kostuðu eitthvað klink. En ef þú ert að spá í þessar stærri, sem eru eins og “kristallar” þá eru þær frá USA 🙂

  3. Fríða
    29.12.2015 at 23:35

    Yndislegt ! Gleðilega hátíð 😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *