Jólaborðið…

…ákvað að setja bara inn einn lítinn póst, svona rétt á meðan maður jafnar sig úr kjöt- og ris a la mande mókinu sem maður ráfar um í.  Þetta er nú meira lífernið á manni á þessum blessuðum jólum.

Hér er því jólaborðið, í öllu sínu veldi 😉

www.skreytumhus.is-004

…ég elska þessa stóla mína alveg sérlega mikið og skellti því gömlu vængjunum, sem ég keypti í Köben fyrir tíu árum, á endastólinn…

www.skreytumhus.is-005

…síðan pantaði ég mér fleiri vængi af Ebay og setti á alla hina stólana líka – svo við gætum nú öll verið jólaenglar…

www.skreytumhus.is-007

…dúkurinn er úr Púkó og smart, og er úr svona “plastkenndu” efni og því bara hægt að þurrka af honum ef eitthvað sullast niður.  Sérlega hentugt með krakka við borðið…

www.skreytumhus.is-006

…ég notaði fallegu grenigreinarnar frá Litlu Garðbúðinni í borðskreytingu, ásamt kökudiskinum góða sem ég keypti á Hvammstanga í sumar…

www.skreytumhus.is-008

…ég var líka með grenilengju úr Ikea með, svona til þess að ná lengdinni á borðinu…

www.skreytumhus.is-009

…gamaldags jólakúlurnar koma síðan úr Pier, og mér finnst þær alveg æðislegar og ég notaði líka smá snjósprey úr Pier og spreyjaði á grenið…

www.skreytumhus.is-010

…síðan blandaði ég hvítum kertastjökum með á borðið…

www.skreytumhus.is-011

…og notaði jólaservéttur úr Rúmfó, sem ég braut upp á hornin á – svona til þess að gera þær meira eins og jólatré…

www.skreytumhus.is-012

…þetta var bara ósköp hátíðlegt og enn meira þegar kveikt var á kertunum kl 18…

www.skreytumhus.is-013

…það góða við að vera með svona risavaxið borð, er að þrátt fyrir helling af borðskrauti þá var fullt af plássi fyrir matinn og allt sem honum fylgdi…

www.skreytumhus.is-0131

…vona að þið hafið haft það notó, ég ætla svo að koma með annan póst um jólahátíðina fljótlega 

www.skreytumhus.is-0141

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “Jólaborðið…

  1. Kolbrún
    28.12.2015 at 09:42

    Huggulegt borð hjá þér og dúkurinn er geggjaður og svo líka hentugur svona úr plasti.
    Gleðilega hátíð hlakka til að sjá meira frá jólunum.

  2. Margrét Helga
    29.12.2015 at 08:12

    Æði 🙂 Gleðilega hátíð mín kæra 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *