…okkar er reddí, og við bara bíðum eftir jólunum.
Í fyrsta sinn erum við að fara að vera hérna heima hjá okkur á aðfangadagskvöld og ég er næstum pínu stressuð. Ætli ég eigi nokkuð eftir að klúðra matinum? Nahhhh, er það nokkuð?
Forstofan er skreytt og tilbúin, og meira segja komin ný motta á gólfið…
…enda er möst að skipta þessu út þegar að hundar koma inn blautir, og í misgóðu ástandi, og stundum verða smá “slys”. Ég fæ mér alltaf þessar í Rúmfó, því að þær eru ódýrar, fallegar og sést lítið á þeim…
…Stormurinn, yfirlýstur, og happy með nýju mottuna “sína”…
…svo komum við beint inn í stofu, og ég er búin að færa blessað jólatréð. Er það ekki fullkomlega normalt?
Setja upp jólatré, fullskreyta það, og rúnta svo um það í stofunni með því að draga mottuna…
…finnst þetta bara skemmtileg breyting og arininn fær að njóta sín aðeins betur…
…borðstofan er reddí, og bíður þess að vera skreytt í fyrsta sinn fyrir matinn á aðfangadag – tadada, spennó…
…glugginn er stjörnum prýddur, rétt eins og í fyrra…
…og núna einnig með greni og smá ljósum í coryllusgreinunum…
…en allt svona frekar ljóst og leikandi…
…nokkur kramarhús fá að hanga þarna með…
…en uppáhaldið mitt eru þessar stjörnur úr Rúmfó, frá því í fyrra…
…mér finnst þær alveg dásamlega fallegar…
…kramarhúsin fengust í Litlu Garðbúðinni og í Púkó og smart…
…þægir jólakallar standa vaktina…
…og stofunni var skellt í gráa dressið fyrir jólin. Ég er líka svo svakalega hrifin af því – finnst stofan verða svo kósý svona…
…og jólatréð rammar inn stofuna og í raun borðstofuna líka…
…á ganginum standur gamli bekkurinn úr forstofunni…
…með jólahúsum, trjám og hreindýrahjörð. Það er enginn sem þorir út úr þessum húsum með þessi risahreindýr fyrir utan
…inni hjá dömunni fékk jólatréð stjörnu á toppinn, því að það er svo fallegt…
…og loksins komin upp dásemdarmyndin frá Gunnarsbörnun (sjá hér)…
…svo yndislega falleg og búin að vera alltof lengi á leiðinni upp á vegg…
…reddaðist þó fyrir jól, og svartur rammi varð fyrir valinu, svona í stíl við rúmið og til að brjóta þetta aðeins upp…
…hversu sætt er þetta bambakrútt ♥♥
…og svona útsýnið á ganginum, bæði litli bekkurinn og jólatréð sem stendur við endann á ganginum – þannig að þetta er bara jóló…
…Stormurinn situr og bíður jólanna…
…þefar þau uppi glaður í bragði…
…en ég, og við fjölskyldan – óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og njótið þess að vera þeim sem þið elskið mest, lesið mikið, borðið vel og bara almennt hafið það sem allra best ♥
*Jólaknús*
Soffia
Gleðileg jól elsku Soffía og fjölskylda. Yndislegar myndir og þú átt eftir að rúlla þessum mat upp í kvöld. Aðalatriðið er að njóta samverunnar <3
Jólaknús í hús frá okkur í sveitinni!
Takk fyrir traustið krúttið mitt – knús til baka ♥
Óska þér og þínum gleðilegra jóla. Mikið er alltaf fallegt heima hjá þér. Hvaðan er tíglapúðinn í stofusófanum (svarti og hvíti) og teppið á legusófanum? Og takk fyrir frábært blogg!
Takktakk, tíglapúðinn er úr Rúmfó en teppið heitir Love is og er úr Ilva. Fæst ekki lengur í þessum lit held ég
Ég hélt að mottan undir jólatrénu væri til þess að það væri auðveldara að færa það
gleðileg jól
Haha…segir sig sjálft sko
Beautiful home
Love you colors and decor ideas beautiful home
Very nice and cosy home!