…og allir líða áfram í súkkulaðivímu. Eða svona kannski velflestir 🙂
Páskadagsmorgun hófst með eggjaleit, sá litli með réttu græjurnar og fær í flestan sjó…
…í fyrsta sinn voru vísbendingarnar skrifaðar, en ekki teiknaðar…
…sumir “lásu” þó minna en aðrir…
…en að lokum bar leitin árangur og þau voru bara ansi kát með fenginn!
#mömmumont#
…síðan vorum við með amerískar pönnukökur og meððí í smá brunch…
…nýttum dúkinn úr 6 ára afmælinu sem páskadúkinn í ár…
…að hafa eggin svona hangandi gerir þetta nú smá páskó, ekki satt?
…gamalt sykurkar og lítil kanna frá mömmu og pabba fengu líka að vera með…
…fann líka þetta sæta tinegg í Söstrene, og þar sem að þetta var stelpa og strákur, þá minnti þetta mig á krílin mín og fékk að fljóta með hingað heim, Im a wee bit crazy like that 🙂
…við lentum síðan í því á föstudaginn langa að það stóð svo illa í litla gaur, að við fórum með hann í sjúkrabíl upp á bráðamóttöku. Allt fór vel, sem er Guðs mildi, en þetta var alveg svakalega skelfilegt á meðan á því stóð. Hann hafði verið að borða hnetu M&M og við urðum hrædd um að hann gæti verið með hnetuofnæmi, þannig að við tókum enga sénsa. Þetta minnir mann bara á það sem að skiptir máli í þessu lífi, og sem betur fer er litli kallinn hress og kátur í dag, og svo ánægður með að hafa farið í “stóra bílinn með ljósunum”.
En yfir í léttara hjal og páskaeggið mitt, sem að ég lofaði að sýna ykkur 🙂
…ójá! Þessir stóru, hvítu stjakar eru einmitt páskaeggið mitt.
Þeir eru frá Heildsölu sem að heitir Aff og vörurnar heita Affari og fást t.d. í 18 Rauðum Rósum og Blómasmiðjunni.
…stjakarnir eru alveg þvílíkt þungir og ég ákvað að fá frekar 10kg stjaka, en að þyngjast um 10 kg (ok, er kannski að ýkja – ég er ekki alveg svona gráðug í páskaegg)…
…síðan var ég svo spennt að eiga svona nýtt fínerí, að ég ákvað bara að af-páska (já þetta er orð) arinhilluna í hvelli…
…það er alltaf svo gaman að breyta aðeins til og skipta út einu fyrir annað…
…hillan er sem sé bara ofureinföld, sem er alltaf svo gott þegar að maður er búin að vera með alls konar lítil egg og annað páskerý upp um alla veggi – eða svona næstum…
…en eru þeir ekki fagrir, þessir nýju heimilisvinir?
…reglur fyrir fjölskylduna, allur heimurinn – tvisvar sinnum, lítið box með gömlum ljósmyndum og eldgömul myndavél, hér er bara allt til alls 🙂
…hnettirnir mínir eru frá Crate and Barrel í USA, en hins vegar fást svipaðir t.d. í 18 Rauðum Rósum og í Blómastofu Friðfinns…
…mikið var ég sniðugur unglingur, í Kvennó, að versla mér bara gamla myndavél, til þess að skreyta inni hjá mér…
…ég var síðan að fatta að ég bjó mér til nokkur egg til viðbótar, sem að ég gleymdi að sýna ykkur fyrir páska.
En einhver sem myndi vilja sjá svoleiðis núna? 😀
æðislegir stjakar, og hnettirnir svo flottir 😉
Gott að allt fór vel með strákinn þinn! Æðislegir kertastjakar og flott uppröðun eins og alltaf. Ég þyrfti aldeilis að breyta hjá mér meira segja ennþá hreindýr í hillum hjá mér;)
Kv.Hjördís
Gott að heyra að allt fór vel – alltaf svo erfitt þegar eitthvað kemur fyrir krílin manns. Kertastjakarnir eru GORDJÖSS!! Þarf að fjárfesta í svona gersemum….myndu sóma sér vel á arinhillunni minni ;o)
kveðja Krissa
Úfff hnetuofnæmi er sko ekkert grín, gott að snáðinn er hress 🙂
Eg er bálskotin í hnöttum um !!
Allt flott hjá þér eins og venjulega 😉
Kv AS norðlingur
Elsku litli kallinn. Gott að allt fór vel. Allt svo mikið bjútifúl hjá þér krútta.
Geggjaðir nýju stjakarnir! Og ferlega páskó og flott hjá ykkur 🙂 Sniðug hefurðu verið að hafa teiknaðar vísbendingar, aldrei hefur mér dottið það í hug en mun pottþétt gera það næst fyrir litlu mennina mína.
Gott að allt fór vel með litla ungann, hefur örugglega verið aldeilis panikk.
Kv. G.
Er ástfangin af arinhillunni eins og hún leggur sig! Væri til í hana og allt sem er á henni! Algjör dásemd!