Jólagjafahugmyndir…

…eða jólagjafahugmyndapóstar hafa flætt inn á bloggsíður undanfarna daga.  Ég ákvað því að elta þessa lest, svona rétt áður en hún fer úr bænum fyrir jólin – en að vanda – þá ákvað ég líka að hafa þetta bara fallegt, einfalt og niðri á jörðinni.  Gjafir sem henta öllum, á verði sem hentar vonandi bara öllum líka.  Er það ekki ágætt með öllu hinu?

Enn og aftur, ég var í Rúmfó á Korpunni að næla mér í papppír og ákvað því að smella af myndum af hinu og þessu sem ég er viss um að margir myndu vilja í pakkann sinn, eða í það minnsta pakkann minn 😉

Koma svo og kíkjum á þetta…

…þessi litli rómantíski bakki er yndislegur!  Sé alveg fyrir mér handa ömmu eða bara vinkonu, setja kerti og kannski smá nammi eða servéttur – yndis…

rumfojól

…flottir og veglegir kertastjakar, svo væri líka hægt að mála þá ef þú ert að fíla ombre-áhrifin…

rumfojól-001

…þessir eru rosalega flottir, nokkrar stærðir, og svo eru til myndarammar í sama stíl…

rumfojól-002

…þessar kertakrukkur kosta um 1000kr, og setja með servéttu og þá ertu komin með fullkomna litla gjöf til þess að gleðja einhvern sem þér þykir vænt um…

rumfojól-003

…þessar luktir eru í tveimur stærðum, stendur á þeim Shine a light, geggjaðar með grófum greinum eða bara ljósaseríu ofan í…

rumfojól-004

…ok þessir þrír bakkar eru snilld!  Bæði bara á stofuborðið, og svo líka bara fyrir unglingsstúlkuna, sem er með alls konar meiköpp dóterí, og getur raðað því í “sortir” á mismunandi bakka – kosta bara 995kr þrír saman…

rumfojól-005

…töff luktir…

rumfojól-006

…gínurnar elska ég nú alltaf mjög heitt, æðislegar í stelpuherbergið, á náttborðið eða bara inn á bað…

rumfojól-007

2015-11-04-154557

…þetta litla kertaglas, kemur í glerkúpli sem er svo sætur til að nota áfram, og ekta flottur í litla og sæta gjöf…

rumfojól-008

…þessir 5 kertaglös eru saman í kassa og ef þið þekkið einhvern sem á einmanna bakka, og veit aldrei hvað er hægt að setja á hann, þá eru þessi æðisleg í verkið…

rumfojól-009

…þessi krukka!  Dæææææs, hvað get ég sagt 🙂
Þið gæuð meira segja fyllt hana af heimalöguðum smákökum eða konfekti…

rumfojól-010

…eða gervisnjó og heilu húsi…

www.skreytumhus.is-011

….og sama með þessa hérna…

rumfojól-011www.skreytumhus.is-008

…þessar eru líka litlar og bara sætar – ég væri til í að taka lokin spreyja í einhverjum krúttaralegum lit inn í eldhús…

rumfojól-012

…svo má raða saman á bakka…

rumfojól-013

…eða gefa krukkur, t.d. með einhverju eðalkaffi í…

rumfojól-014

…hreindýrasængurver…

rumfojól-015

…og hreinlega einu “jólasængurverin” sem ég hef séð lengi sem mig langar í – þessi eru æði, og auðvitað ekki bara jóló – en samt svo jóló.  Þarf ég að fá mér þessi???

rumfojól-016

…þessi hérna er æðislegur í pakkann, bæði fyrir stelpur og stráka…

rumfojól-017

…og þess vegna svona loðinn með…

rumfojól-018

…hreindýrakrúttið…

rumfojól-019

…og þessir hérna eru litlir og krúttaðir – og kosta held ég bara um 700kr núna.  Mér finnst þetta ekta svona fyrir vinkonur dótturinnar, því að þeim finnst gaman að gefa hvor annarri litlar gjafir…

rumfojól-020

…þessir eru nýkomnir og ferlega flottir…

rumfojól-021

…fyrir gaurinn sem er farinn að búa, einfalt, töff og segir allt sem þar 🙂

rumfojól-022

…æðislegir rammar, td í stelpuherbergi eða bara fyrir ömmur og afa…

rumfojól-023 rumfojól-024

…þessi er bara flottur…

rumfojól-025

…og þessir fannst mér mjög skemmtilegir og öðruvísi útgáfa af textarömmunum…

rumfojól-026

…síðan vantaði mig litla og sæta gjöf – svona til þess að gleðja nokkrar yndislegar konur…

rumfojól-027

…fallegur bolli, kerti sem voru vafinn inn í nótnapappír, sérvéttur og hjarta eða stjarna – einfalt og bara sæt – að mínu mati!

rumfojól-029

Ekki sammála?

rumfojól-028

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni 🙂

3 comments for “Jólagjafahugmyndir…

  1. Ragnhildur
    18.12.2015 at 22:24

    Ekki spurning, þú átt að fá þér sængurverin 🙂

  2. Magga Fenton
    19.12.2015 at 00:13

    Þú ert alveg frábær og gefur mér alltaf svo góðar hugmyndir. Gaman að fylgjast með blogginu og síðunni þinni frá Ameríku!

    Gleðileg Jól

  3. Margrét Helga
    21.12.2015 at 10:40

    Ef þig langar í sængurverin þá eru þau náttúrulega möst!! Maður getur alltaf notað sængurver 🙂

    Flottar hugmyndir að gjöfum hjá þér 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *