…eins og áður sagði, þá er ekki alltaf hægt að vera að finna upp hjólið þannig að póstarnir sem að maður setur inn verða stundum mismerkilegir. Þessi fellur sennilegast í ekki mjög merkilega hópinn 🙂 En þar sem að flestir liggja enn í súkkulaðivímu og nenna hvort eð er ekki að vera hugsa of mikið, þá leyfi ég honum bara að fljóta með greyjinu…
…þetta er sem sé uppröðun!
T.d. þessi stjaki minn sem að stendur hérna á stofuborðinu…
…hann er fallegur en kannski svolítið einmanna, ekki satt?
…hvað er þá til ráða? Skellum smá bakka undir hann…
…nú svo er líka alltaf fallegt að setja lifandi blóm með, þannig að leyfum orkídeu að fljóta með.
Bónus stig fyrir að hún er líka í ferköntuðum, glærum vasa – þannig að stjakinn eignast sérlega góðan vin. En hins vegar finnst mér bakkinn vera eitthvað alltof stór fyrir þetta par þannig að því þarf að redda…
…þá er gott að eiga góðar bækur. Í þessu tilfelli setti ég PotteryBarn-bókasettið mitt og gamla Hollywood portraits myndabók, og náðu þær að fylla betur út í bakkann…
…síðan er bara að skella stjakanum ofan á…
..síðan orkídeunni og þá erum við farin að tala betur saman, ekki satt?
…bætum síðan við smá aukahlutum, eins t.d. hnettinum mínum og litlum svörtum hlut sem kemur frá henni ömmu minni…
…en þá vantar eitthvað spennó hinum meginn…
…þannig að ég leyfði fuglunum tveimur að hvíla sig þar, í það minnsta í einhverja stund…
…og er þetta ekki betra?
Bakkinn fyllir einhvern vegin mikið betur út í borðið og passar betur við rýmið en að hafa bara einn stjaka á borðinu.
…áttuð þið ekki bara góða páska?
Við áttum reyndar örlítið dramatískari páska en við gerðum ráð fyrir, en allt er gott sem endar vel 🙂
Meira af því á morgun og ég þarf að sýna ykkur páskaeggið mitt í ár, sem var örugglega 10kg!
Eruð þið svo ekki búin að kommenta á gjafaleikinn?
Allir að vera memm 🙂
En flott 🙂 mig langar svo að fara að reyna að fegra aðeins fyrir vorið en kannski svolítið mojjjj með svona marga litla fingur 😉 en virkilega smart hjá þér Soffía mín, eins og svo margt annað!
Kv. Þóra
Já þetta breytir heilmiklu 🙂 flott.
Mbkv AS norðlingur