…því að nú er þetta að bresta á. Í kvöld kemur fyrsti sveinninn til byggða og endanleg niðurtalning er hafin. Þetta er nú bara dásamlegur tími, öll þess tilhlökkun hjá krökkunum og spenna – það jafnast ekkert á við þetta.
Ég er í því að reyna að klára að gera það sem ég ætlaði að gera, og það gengur bara ekki neitt þar sem ég náði mér í flensuna sem að sonur minn “gaf” okkur foreldrum sínum. En ég náði að fara upp í Litlu dásemdar Garðbúðina mína, og taka myndir – sem ég sýni ykkur á mánudaginn í innliti – en núna, langar mig að sýna ykkur smotterý sem fékk að koma með mér heim, og raðaðist á jólaborð.
…þið vitið hvernig ég er – ég stenst ekki góðan jólalöber, eða bara löber. Hvað þá einn sem er hvítur og grársilfraður og stendur á: Im dreaming of a white Christmas – málið var bara komið í höfn um leið og ég sá´ann…
…svo var það þessi hér – eigum við að ræð´ann eitthvað?
Rustic, grófur og smá glitrandi – algjörlega fullkominn…
…grenigreinar – ok gervigrenigreinar – en svo raunverulegar að þú fattar varla að þetta sé gervi þó þú komið við þær. Eilífðareign og svo flott til þess að skreyta t.d. jólaborðið…
…litlar könglagreinar með gervigreninu…
…og sleðinn fékk stað á löberinum, og undir hann – í sitt hvora áttina, stakk ég greinunum…
…og auðvitað könglagreininni með…
…svo þarf að raða meira, og í stað þess að vera með bakka, þá er sleðinn og við hlið hans er svona svarthvít flís. Svo er auðvitað þessi hérna fíííína kóróna, hello gordjöss…
…glærar bjútístjörnur fengur heiðurssess í ljóskrónunni…
…og svo þegar allt er saman komið þá er þetta einhvern veginn svona…
…sleðinn virkar sem fyrirtaks upphækkun, þannig að það er hægt að afsaka kaup á svoleiðis þarfaþingi alla leið í bankann 😉
…þessir litlu stjörnukertastjakar passa nánast alls staðar, og eru svo jóló svona inn á milli…
…þessir eru með svona fínlegum gammelmyndum, og mér leiðist það nú ekki…
…og þessir húsastjakar eru líka svo flottir…
…og sjáið þið bara – litla jólatréð þarna á bakvið. Þetta er sem sé ekta gervitré, en það fallegasta sem ég hef séð því að það er bara alveg eins og alvöru – nema dugar að eilífu amen…
…sjá bara þetta dásemdar tré!
…og annar lítill gamel stjaki…
…nú þegar að búið er að gera borðskreytinguna, þá var bara eftir að leggja á borð!
Það kemur svo í næsta pósti!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!