…upp komast “svik” um síðir. Ég var barasta að fatta það að ég var aldrei búin að sýna frá þegar ég gerði rúmið í herbergi litla mannsins. Er ekki best að vinda því frá 🙂
Sér í lagi þar sem maður er ekki mikið að DIY-a svona korter í jól, en þá er bara gaman að lesa um slíkt og gera stór plön til framtíðar.
Rúmið keypti ég bara á Bland. Þetta er annar helmingur af gömlu hjónarúmi, risa rúmgafl og fótagafl, og voru svona líka fagur bleikir þegar það var keypt…
…en alls ekki í of góðu ásigkomulagi greyjið, þið sjáið kannski að það gapir þarna á milli sumsstaðar og því bara vantaði smá ást…
…eins og vanalega fór ég beint í heimsókn til hans Garðars hjá Slippfélaginu, enda er hann minn helsti bandamaður og ráðgjafi í öllu sem viðkemur málningu og meððí. Hann beindi mér á rétta braut og ég kom heim, vopnað græjum og “en Garðar sagði mér” við öllu sem húsbandið kváði um 🙂
Svona er ég nú skemmtileg!
…en þessi elska, eiginmaðurinn en ekki Garðar sko, var síðan svo elskulegur að fylla í allar glufur á blessuðum göflunum og alls staðar sem þurfti með Everbuild All Purpose Ready Mixed Filler…
…la voila…
…og eftir að það þornaði, þá þurfti að pússa létt yfir þetta með sandpappír. Reyndar var pússað létt yfir allt saman til þess að fá betri viðloðun. Það hljómar eins og mikil vinna, en þetta eru svona mjúkir pússklútar (sandpappírsklútar?) og þetta er í raun bara eins og að strjúka hressilega yfir með tusku. Sem sé, ekki svo mikið job – og enn minni vinna ef þið blikkið húsbandið (ykkar, sko ekki minn) til þess að stússa í þessu fyrir ykkur…
…að þessu loknu þá fórum við yfir allt saman með grunninum góða. Þetta er “bara” grunnur, en ég nota þetta reyndar oft sem “go to” efni til þess að mála hluti, eins og t.d. skápinn minn í eldhúsinu (sjá hér). Mér finnst koma svona skemmtilega rustic áferð af þessu…
…og svo var grunnað…
…og grunnað meira – held að við höfum í raun farið tvær umferðir með grunni, enda var liturinn undir ansi skærbleikur…
…og hliðarspýturnar fengu sömu meðferð…
Svo er það skemmtilegast hlutinn – að leggja lokahönd á verkið.
Við völdum rosalega fallegan bláan lit – FJORD í Montana spreji, á smá erfitt með að útskýra litinn – blár með smá grænum tón og passar ótrúlega vel með gráa litinum á veggjunum (Gauragrár)…
…og hér sjáið þið númerið á honum til viðmiðunnar…
…svo var spreyjað og spreyjað….
…og gaflinn spreyjaði ég frá miðju og út – ekki af neinni sérstakri ástæðu, bara svona eitthvað sem ég gerði þarna 🙂
…og lokaútkoman var þessi hér…
…liturinn hefði ekki getað veri betri – þó ég hefði blandað hann sjálf…
…og það er einhvern veginn þannig að gráu veggirnir (Gauragrár frá Slippfélaginu) leyfa líka öllum litunum í leikföngunum, rúminu og því að njóta sín svo vel – eru hin fullkomna umgjörð um þetta að mínu mati…
…eins og sést, þá er gaflinn hins vegar alls ekki fullkominn – það sér enn á honum, högg sem hafa orðið hér og þar. En málið er, að ég alls ekki að leita eftir fullkomnun, sérstaklega ekki þegar ég er að gera upp gömul húsgögn, heldur bara það sem passar fullkomlega þar sem ég vil hafa það!
Hvað þurfti í verkefnið?
Allt efni var keypt hjá Hr. Garðari í Slippfélaginu
Sandpappírsklútar
Everbuild All Purpose Ready Mixed Filler
Hvítur grunnur
Montana spreybrúsar
Ef við förum yfir kosti og galla að nota spreyjið vs. málningu/lakk (eins og á skápnum hér):
Kostir:
Það er ótrúlega fljótlegt að spreyja – snilld fyrir óþolinmóða eins og mig.
Áferðin verður mjög falleg, ef þú gætir þess að vera ekki að spreyja of mikið á sama flötinn.
Þarft ekki að passa upp á penslaför.
Liturinn verður mjög fallegur og djúpur að sjá.
Ókostir:
Í raun og veru bara einn, það þarf þó nokkra brúsa í þetta, til þess að vel fari 🙂
En ef við pælum í tímasparnaðinum vs. að mála, þá er þetta kannski bara ágæt “tímakaup” sem maður eyðir pr. brúsa.
Svo ótrúlega fallegir detail-ar í rúminu, sem eru að njóta sín til fullnustu núna!
Hvernig lýst ykkur annars á?
Mynduð þið vilja svona sprey-kennslumyndband?
ps. afsakið pásuna frá jólunum 😉
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!
Ótrúlega fallegur litur! Hvað fóru margir spreybrúsar í þetta?
Ég held að þeir hafi verið 6-7 stk, en þetta eru náttúrulega háir gaflar og báðu megin á alla fleti 🙂
Sérlega vel heppnað rúm 🙂 Get trúað því að eigandinn sofi vel í því 🙂
Æðislega fallegur litur. Það er bara svo ROSALEGA mikil lykt af þessu sprayi að maður þarf hreinlega að vera úti þegar það er notað!
Ég spreyja reyndar alltaf úti í skúr – þannig að ég tek þetta ekkert inn fyrr en eftir einhvern tíma – en já, það þarf góða loftun 🙂
2 spurningar – smá útúrdúr 🙂
1. Manstu hvað liturinn heitir sem er á veggjunum, þessi grái?
2. Hvar fékkstu rúmteppið? 🙂
1) Gauragrár frá Slippfélaginu
2) Rúmteppið er frá Fakta í Danaveldinu góða
Eitthvað meira?? 🙂
Hvaðan eru gardínurnar?
Þær eru úr Ikea 🙂
Gaman að sjá þetta loksins!! Beið eftir þessum pósti eftir að þú lofaðir honum, en kunni ekki við að minna þig á 😉
Takk fyrir ávallt skemmtilegt blogg 🙂