- Möndlur með hýði ~ Pekanhnetur ~ Kasjúhnetur 1.200 gr ca á heildina og álíka mikið af öllum tegundum.. lífrænt eða ekki, þitt er valið 🙂
1dl sýróp að eigin vali,mér finnst best að nota Maples síróp
2msk. þurrkað rósmarín og maldon salt eftir smekk. Ég nota fulla matskeið. Svo er hægt að salta að vild ofan í boxið eftir á..bara passa að salta ekki of mikið.
Hitið ofninn í 150° og setjið bökunarpappír í ofnskúffuna.
Setjið hnetur og möndlur í skál og blandið sírópi,rosmarín og salti vel saman við með sleikju þar til allt er orðið þakið í sýrópi.
Setjið í ofnskúffunuma ofan á smjörpappír og ristið í 20 til 30 mínútur en gætið þess að hræra til í þessu á ca 5 mínútna fresti því við viljum ekki að jólanammið okkar brenni við eða festist allt saman!
Setjið hreinan bökunarpappír á kalda ofnplötu og dreifið úr gotterýinu yfir hana þegar það er tilbúið. Haldið áfram að hreyfa það til svo það festist ekki saman, gott að nota sleif t.d
Svo þegar þetta hefur kólnað nægjanlega þannig að hægt er að snerta það þá er gott að setja á sig einnota hanska og klára að losa í sundur þær möndlur og hnetur sem að hafa fests saman.
Þetta á allt að vera laust frá hvoru öðru og fallega glansandi og kasjúhneturnar að vera komnar með gullinn ristaðan litatón.
Setjið í krús eða box eftir að þetta hefur alveg kólnað/þornað og njótið af bestu lyst ♥
Aðventukveðja,
Íris Björk Hlöðversdóttir
Var stödd í kaupstað þegar ég sá þetta…keypti auðvitað allt sem þurfti og ætla að prófa þetta við fyrsta tækifæri! Ekkert smá girnilegt 🙂