3. desember…

…og enn er snjórinn yfir öllu!

Vá hvað hann er nú fallegur, og að sjá trén svona með greinarnar þungar af snjó – þetta verður bara eins og ævintýraland.  Í gær fór einmitt rafmagnið í smá stund, rétt fyrir kl 17 og að sitja inni í kertaljósi, með snjóinn glitrandi fyrir utan gluggana.  Það var sko ekkert slor…

www.skreytumhus.is-004

…ég ákvað líka að deila með ykkur myndum af öllum glugganum, sem þó ekki enn fullskreyttur…

www.skreytumhus.is-005

…hornið er svo sem ekki mjög jóló, en það á eftir að breytast smá…

www.skreytumhus.is-006

…en ég er alveg að elska frönsku gluggana mína – er alls ekki viss um að taka þá neitt í burtu sko…

www.skreytumhus.is-007

…annars ætti ég loks að fara að klára að jólaskreyta – er í sóttkví hérna heima með Stormi næstu vikuna…

www.skreytumhus.is-008

…inni í stofu eru stjörnurnar komnar á hilluna mína…

www.skreytumhus.is-005

…ásamt þessu gamaldags greni  og litum hvítum stjörnum

www.skreytumhus.is-007

…og þetta er svo mikið eins og ég er að fíla núna – eitthvað svona látlaust….

www.skreytumhus.is-006

…og enn fleiri stjörnur sem sjást þarna í baksýn…

www.skreytumhus.is-009

…barkarjólatrén mín standa alltaf fyrir sínu – meira rustic…

www.skreytumhus.is-008

…nú og þar sem að glugginn þurfti að færast yfir í eldhúsgluggann, þá varð að bæta úr því – asskoti er nú gott að vera með lager af alls konar frönskum gluggum sem ég sanka að mér, þetta er árátta sem er að koma sér vel þessa dagana 🙂

Þar að auki, það verður allt eitthvað svo fallegt með blessuðum jólaljósunum…

www.skreytumhus.is-003 (2)

…ekki sammála?

www.skreytumhus.is-009

 ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “3. desember…

  1. Anna Sigga
    03.12.2015 at 13:02

    Æðisleg krukkan á gólfinu langar að hafa svona hjá mér helst í forstofunni þá verður svo kósý þar á morgnanna 🙂

  2. Guðbjörg
    05.12.2015 at 23:09

    Virkilega huggulegt, en hvar færðu svona fallegar ál/glerstjörnur? Bestu kveðjur, Guggz <3

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.12.2015 at 20:34

      Stjörnurnar eru frá Sirku á Akureyri. En eru frá House Doctor merkinu og gætu fengist í Fako eða Tekk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *