2. desember…

…í dag!

www.skreytumhus.is
Gærdagurinn var svo sannarlega ekki eins “brjálaður” veðurlega séð og spáð var.

En hins vegar, var það sem ég kunni að meta við hann, var sú staðreynd að allt hljóðnaði svoldið.  Það voru færri á ferli úti, hér vorum við heima með lítinn gaur með barkabólgu og dóttirin var heima úr skóla, og við vorum bara hérna heima…

www.skreytumhus.is-010

…það er svona eins og heimurinn hljóðni um stund…

www.skreytumhus.is-001

…og allt verður svo mjúkt og hreint og hvítt – bara fallegt…

www.skreytumhus.is-002

…þó að við værum í rólegheitum hér heima, þá vorum við samt allt annað en róleg – því að elsku Stormurinn okkar var í stórri aðgerð allan daginn og við biðum frétta af honum…

www.skreytumhus.is-116

…því stundum þá gerast hlutir sem maður ræður bara ekkert við.

Í seinustu viku tók ég nefnilega eftir smá svona bungu á “bumbunni” á honum, sem að stóð út og ég fór að hafa spá í hvað þetta væri.  Við pöntuðum tíma hjá dýralækni og á föstudaginn kom í ljós að hann væri með einhvers konar æxli…

www.skreytumhus.is3

…hann fór því í blóðrannsókn og sónarmynd og í ljós kom æxli í miltanu.  Í aðgerðinni í gær var því æxlið og miltað fjarlægt.  Sem betur fer sáust hvergi nein meinvörp annars staðar, sem eru góðar fréttir, en æxlið sjálft var heil 2,1 kg.

www.skreytumhus.is.is-014

Miðað við stærð hundsins og þyngd- og þá staðreynd að hann liggur oft svona, þá var það alveg ótrúlegt að þetta sást ekki með berum augum…

www.skreytumhus.is1

…við erum því vongóð, en vá hvað maður verður hræddur og stressaður.  Sérstaklega þar sem við erum alls ekki búin að jafna okkur á að missa hann Raffa, og manni finnst Stormurinn vera eitthvað svo mikill hvolpur.  Honum hefur nánast aldrei orðið misdægurt og er bara svo mikill “stormur” að þetta kom alveg eins og þruma úr heiðskýru lofti…

www.skreytumhus.is.is-040

…en hann átti ósköp bágt í gær, greyjið, þegar hann kom heim.

Elsku kallinn ♥

12316462_10207486937024907_7387389308480751105_n

…þannig að, eins væmið og það hljómar, að ef í ljós kemur að þetta var góðkynja og hann jafnar sig – þá er ég búin að fá jólagjöfina mína í ár.

Þarf ekkert annað, bara að fá að hafa Storminn okkar hérna áfram *afsakiðvæmnina*.

En er það kannski ekki bara ágætur boðsskaður og áminning inn í desember – í langflestum tilfellum þá eigum við allt sem við þurfum og mikið meira til, og það eina sem við getum óskað okkur er að allir okkar séu heilir heilsu ♥

www.skreytumhus.is-027

11 comments for “2. desember…

  1. Margrét Helga
    02.12.2015 at 08:10

    Elsku yndislegi Stormurinn…vonandi batnar honum fljótt, já og drengnum líka!

    En já…maður á svo miklu miklu meira en maður þarf og það mikilvægasta er að ástvinir okkar (hvort sem þeir eru tví- eða ferfætlingar) haldi heilsu.

    Knús til ykkar allra, vonandi fáið þið góðar fréttir með framhaldið!

  2. Kolbrún
    02.12.2015 at 08:13

    Mig skal ekki undra að þú sért döpur því dýrin okkur eru hluti af fjölskyldunni og ef þau veikjast líður öllum illa en gangi ykkur ótrúlega vel og vonandi verður þetta ekkert.

  3. Jenný
    02.12.2015 at 09:49

    Batakveðjur á Storminn 💜

  4. Ragnhildur
    02.12.2015 at 10:25

    Batakveðjur á báða strákana – og það er bara ekkert að því að vera viðkvæmur yfir veikum fjölskyldumeðlim, sama hvort hann er tví- eða ferfættur.

  5. Sigurborg
    02.12.2015 at 18:02

    Kæra fjölskylda. Kærar kveðjur til ykkar, og vonandi verður Stormurinn ykkar hjá ykkur mörg ár til viðbótar 🙂 Og já, maður má vera væminn og viðkvæmur þegar um dýrin okkar ræðir <3

  6. Birna
    02.12.2015 at 21:11

    Góðar batakveðjur á Storminn 🙂

  7. gauja
    02.12.2015 at 23:13

    Bata kveðjur
    Elsku karlinn 💜

  8. Vaka Þórisdóttir
    02.12.2015 at 23:30

    Bataknús í hús :*

  9. Anna Sigga
    02.12.2015 at 23:49

    æii elsku karlinn, Stormurinn… vonum það besta allra vegna og batakveðjur á stubbinn litla. knús í hús

  10. Guðný Klem
    03.12.2015 at 12:29

    Elsku Stormurinn❤️ Vonandi batnar honum fljótt. Skil svo vel þessar áhyggjur þínar af honum verandi nýlega búin að missa Raffa. Krossum fingur að allt gangi vel😊

  11. Inga
    05.12.2015 at 16:15

    Hæ. Batakveðjur á Storminn þinn ! Að hafa fólkið sitt hjá sér og að ég tali nú ekki um heil heilsu er toppurinn jólum ! Meira bið ég ekki um ! En alltaf yndislegt að skoða / lesa póstana þína kæra Soffía og hef ófáum hugmyndum “stolið” frá þér. En gangi þér og þínum alltaf sem best og aftur batakveðjur á Storm.
    Með hlýju Inga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *