1. desember…

…er í dag, það er allt á kafi í snjó og því er það algjörlega á tæru – jólin eru á næsta leiti.

Ég er sjálf eitthvað ótrúlega róleg fyrir þessu öllu, óvenjuróleg meira segja.

Í mér blundar bara einhver svona ró og mig langar mest að skreyta bara með greni, könglum og kertaljósum.  Allt eitthvað svona einfalt og látlaust – ég hef varla snert á glimmerbrúsanum mínum, og vanalega um þetta leiti – þá eru allir fjölskyldumeðlimir farnir að ganga um eins og glitrandi diskókúlur.

Ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað að tengjast því að Raffinn okkar verður ekki hér þessi jól, eða kannski er ég bara að eldast og farin að afglimmrast.

Nahhhh…..varla?  Er það?

Í þeim anda fór ég að skreyta eldhúsgluggann, eða sem sé byrja á honum…

www.skreytumhus.is

…ég notaði sem sé krukkurnar mínar og kúpul, og setti bara gamlar jólakúlur, köngla og snjó…

www.skreytumhus.is-005

…síðan stendur kræklan mínar þarna greyjið, og tveir kertstjakar…

www.skreytumhus.is-002

…það er eitthvað við svona sveitó einfaldleika…

www.skreytumhus.is-003

…svo ekki sé minnst á rómantíkina að horfa á snjóinn falla fyrir utan gluggann…

www.skreytumhus.is-004

…en það sem “gerir” gluggann í þessu tilfelli, eru frönsku glugganir tveir sem standa þarna hlið við hlið.  Það verður bara einhver bullandi rómantík og töfrar til þegar maður horfir út um svona fallega gluggapósta.  Ég sver það, ég heyrði svoleiðis í Bing Crosby syngja White Christmas, að ég hélt á tímabili að hann stæði fyrir utan gluggann 😉

www.skreytumhus.is-006

…og ekki versnaði ástandið þegar að myrkrið skall á 🙂

www.skreytumhus.is-007

Vona að þið hafið það sem best á þessum fremur drungalega degi, endilega kveikið á kertum þegar þið getið, spilið jólalög (Baggalútana ef þið viljið brosa með), og njótið þess bara að jólast innan dyra ♥

www.skreytumhus.is-008ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “1. desember…

  1. Margrét Helga
    01.12.2015 at 12:01

    Yndislega kósý hjá þér mín kæra…og já…franskir gluggar eru æði!

  2. Kolbrún
    02.12.2015 at 08:09

    Notaleg stemning að standa inni í eldhúsi og horfa út í snjóinn við kertaljós

  3. Helga
    04.12.2015 at 22:13

    Sæl. Þetta er æði, skiptuð þið ufir i franska glugga?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.12.2015 at 20:41

      Neinei, þetta eru bara tveir gamlir gluggar sem ég á, og lagði við gluggann okkar 🙂

      • Helga
        22.12.2015 at 14:10

        Sniðugt 🙂 langar svo að bua til svona ,,grind” i gluggana hja mer til að gera þa franska

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *