…þá gerðist það sko!
Ég er komin með alveg nóg af sjálfri mér – núna, í bili, í augnablikinu.
Ég er nokk viss um að ég jafni mig á þessu, og ég og ég náum saman aftur. En í núna, þá finnst mér hún ég ekkert skemmtileg. Ég held að þetta sé af því að ég er búin að vera að auglýsa svona konukvöld og annað skemmtilegt (og trúið mér, þetta er skemmtilegt!) núna í nóvember, og mér finnst ég búin að vera að plögga mér og mínu um of. Ég er meiri týpan sem fílar að fela sig á bakvið myndirnar sínar af skreytingum, ef þið skiljið hvað ég meina
Vá, er t.d. komin með meira ógeð, eftir þessa risa ég-ræðu hér fyrir framan – og ég vona að þið séuð ekki alveg búnar að gefast upp á mér. Því, yfir í eitthvað annað og öllu meira jóló vonandi…
…ég fann þessar lengjur í Rúmfó, og hugsaði mér gott til glóðarinnar…
…keypti síðan bara einfalda tölustafalímmiða í A4, ekki neitt jóla heldur bara svona í skrifstofulímmiðunum. Setti þá síðan á stjörnurnar, og sneri þeim ýmist fram með doppunum eða bara bakhliðin fram…
…festi þá síðan með litlu demantaprjónunum…
…og þannig varð litla aðventuskreytingin til þetta árið…
…ég notaði síðan sömu límmiðana á húsin, eins og þið sáuð í seinasta pósti, og þau fóru upp á arininn…
…ásamt fallegu greinunum úr Pier og fjaðratrjánum mínum…
… og það skemmtilega við að hafa seríu er að það er alltaf ljós innan í húsunum, sem er frekar kósý…
…og þetta er svona ekta fyrir mig, gróft og fínt í bland. Hvítt og greinar meððí…
…og svona pínu ponsu krútt fengu að vera með…
…annars ætla ég að eyða deginum með litla kallinum mínum, sem er með leiðinda kvefpest og hita. Vera hér í kósý fíling og óska eftir góðum fréttum – þið megið alveg senda mér góða strauma ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!
Yndislegt og fallegt. Þú ert frábær og alltaf gaman að kíkja við hér.
♥
Fallegt hjá þér eins og allt sem þú kemur nálægt. Batakveðjur á litla prinsinn
Takk fyrir það ♥
Þú ert alltaf jafn ómissandi og alltaf jafn gaman að horfa á skreytingarnar þínar og lesa textann þinn, sem sagt yndi frá A til Ö. Allar bestu óskir og bænir og straumar til þín og þinna.
Æji hjartans þakkir – vel þegið í augnablikinu ♥
Það er samt langt þangað til við fáum nóg af þér mín kæra
Flottar skreytingarnar hjá þér eins og alltaf! Hlakka til að lesa meira!
Knús í hús…
Knúsar til þín ♥
Þú ert náttúrulega bara snillingur í þessu öllu og alltaf gaman að lesa póstana þína …og tala nú ekki um að skoða allar fallegu myndirnar
PS ein spurning …hvar fékkstu flottu grindina fyrir framan arininn
Takk fyrir
Hún fékkst hjá mér í litlu búðinni minni, á meðan hún var og hét!
Þú ert frábær og við her úti erum sko ekki að fá nóg að þér en hver kannast ekki við að fá nóg af sjálfum sér af og til en sem betur fer gengur þetta yfir og vonandi fljótt og vel hafðu það sem allra best.
Takktakk ♥
Þetta mjög flott hjá þér. Hvar fékkstu svörtu grindina í arininn?
Hún fékkst hjá mér í litlu búðinni minni, á meðan hún var og hét