…alveg í massavís!
Reyndar ekki kransar, í eiginlegri merkingu orðsins, meira svona aðventuskreytingar!
Markmið skreytinganna var að vera við allra hæfi, mjög einfaldir, og vonandi sem flestir geta bara gripið vel flest sem þar í þetta í hillunum heima. Ég skaust í studíó með Nútímanum og við tókum upp þegar ég setti saman þessar skreytingar, svona til að þið gætuð séð þetta “live” og svo getið þið skoðað þessar myndir þegar þið eruð búin að horfa á myndböndin (smella hér)…
No. 1
*Bakki (Rúmfó)
*Kerti (með því að hafa þau ekki í beinni röð, heldur svona zikzak, þá er hægt að koma fyrir stórum kúlum)
*Kúlur (Rúmfó)
*Auðvitað könglar
*Textastjörnur (Rúmfó) en auðvitað væri hægt að nota eitt og annað í staðinn
No. 2
*Gamli góði House Doctor glerkassinn (virkar fyrir Georg Jensen eða Kubus stjakann líka)
*Kúlur (Pier)
*Könglar
*Snjór
No.3
*Bland í poka af kertastjökum, hér væri líka hægt að nota Festivo stjakana eða bara hvaða stjaka sem er
*Kringlóttur bakki
*Smá tuja/greni
*Trésnjókorn (Pier) hér væri hægt að nota eitthvað annað skraut
*Tölustafir frá 1-4 (þessir eru frá Pier)
*Gervisnjór
No. 3
*Fallegir jólabollar (þessir úr Rúmfó) en hægt væri að nota nánast hvaða bolla sem er
*Sandur ofan í bollana
*Mosi í kringum kertin
*Tréstjörnur
No. 4
*House Doctor kassinn
*Lítil krúttuð dádýr (úr Pier)
*Lítil jólatré (úr Pier og Rúmfó)
*Gervisnjór
No. 5
*Klukka úr Rúmfó notuð sem bakki
*4 kerti (hér mætti líka skreyta með tölustöfum eða eftir vild)
*Lítið jólatré (Ikea)
*Loðnir feðgar (þið ráðið hverjir 😉 ) (mínir eru frá Bauhaus)
*Auðvitað könglar
No. 6
*House Doctor kassinn góði
*Lítið hús með ljósi innan í (Rúmfó)
*Lítli jólatré (Rúmfó)
*Snjókarl og götuljós (smáfígúrur úr Rúmfó)
*Gervisnjór
No. 7
*Stór stálskál – hér má aftur leika með ef þið eigið eitthvað í þessa átt
*Tvö stór kerti, það stærri er risakerti úr Ikea
*Límstafir úr A4
*Mattar keramikstjörnur úr Rúmfó
*Gervigrenilengja (gömul úr blómabúð)
*Segið það svo með mér, köööööönglar
No. 8
*Jólagatan, hér eru nokkur hús úr Rúmfó – en hér má nota alls konar kertahús
*Stór bakki, þessi er frá Pier
*Límtölustafir frá A4
*Litlar tréstjörnur
Mér fannst þetta nú bara nokkuð skemmtilegt – þó ég segi sjálf frá 🙂
Síðan á ég eftir að sýna ykkur hverjir af þessum rötuðu síðan inn til mín.
Hver er ykkar uppáhalds?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!
no 3 og no 8
Nr 1 og 2
Oh…nú sé ég helling sem ég hefði átt að kaupa í Rúmfó á miðvikudag 😛 Hrikalega flottar skreytingar hjá þér… 🙂
Já og mér líst best á báða nr. 3…Þú veist að þú ert með 9 skreytingar þarna, er það ekki? 😛
Flottar allar, lýst vel á 2 og 4 og allar hinar líka. Takk fyrir hugmyndirnar 😉
Þetta er náttúrulega bara dásamlegt allt saman:-) Ég er elska bollahugmyndin mest samt…finnst hún fersk, einföld, ódýr og dýrðleg:-D OG bara til að bæta við þá hugmynd…bara af því að ég á ekki svona bolla…að ég ég hvíta bolla úr IKEA og datt í hug þegar ég sá þessa hugmynd að tússa bara á þá eitthvað fallegt íslenskt “jólahvót” og málið er dautt:-D Takk love…þú ert iðin yndismoli og við njótum öll góðs af..sem er svo gott;-D
😀 segi eins og Margrét Helga þetta eru sko 9 hugmyndir allar frábærar en húsa og bolla hugmyndirnar eru að mínu mati bestar 😀 það þarf sko ekki endilega vera með hvíta bolla bara einhverja fallega bolla svei mér þá !!
Takk fyrir þetta, þetta var æði innblástur 🙂
Allir flottir en ég er mjög hrifin af húsunum,hægt að nota þau svo alt árið 😊
Allir glæsilegir. Mikið hrifin af House Doctor stjakanum, hvar fæst hann? Kv. Fríða
Hann ætti að fást í t.d. Tekk eða Fakó (fako.is). Síðan fást líka svipaðir í Rúmfó og t.d. Söstrene.