…eignuðumst við nýja borðstofustóla – woop woop 🙂
En fyrst í annað – mér finnst svo gaman að finna svona lítið og einfalt jólaskraut, mjög ódýrt sem nær að heilla…
…í þetta sinn voru það þessar stjörnur sem ég fann í Rúmfó, og mig minnir að þær kostuðu 299kr tvær saman. Mér finnst þær dulítið dásamlegar…
…sérstaklega þegar þær eru komnar á lerkigreinarnar, sem að ég dröslaði með mér heim úr sumarfríinu – alla leið frá Akureyri. Sko, þetta er skreytifíknin…
…og svona eru þær eitthvað dásamlega krúttaðar – einfaldar og fallegar…
…minnir mig næstum á perlið sem að krakkarnir gera – hér er hugmynd að DIY-pakkaskrauti 😉
…en yfir í stólana – elsku stólana!
Ég var búin að kaupa gamla stóla, hérna um árið – keypti þá ferlega ódýra og þeir eru æðislegir – en hins vegar þarf að líma þá alla upp. Það kostar alveg ferlega margar krónur og verður aðeins að bíða. En þessa hérna, mér er sko búið að laaaaaanga í þá í mörg ár.
Hef verið að pinna alls konar myndir, sem áttu þá sameiginlegt að alltaf voru þessir stólar á þeim – án þess að ég tæki endilega eftir þeim þannig.
Ég fékk þá um daginn í Pier, þegar þeir voru með afslátt, og tók fjóra svarta og tvo viðarlitaða…
…og þeir eru svona líka skemmtilega “eyddir” og aldraðir að sjá, sem ég fíla í ræmur…
…vildi líka endilega viðarlitaða þannig að þeir gætu staðið á endununum eða bara svona eins og þeir eru í dag…
…einfaldir og fallegir…
…og þegar að stóru leðurrisarnir mínir fóru, þá stækkaði borðstofan um helming.
Reyndar voru gömlu þægilegri, svona mýkri, en þetta þarf bara að venjast sko…
…og svo skein sólin inn um gluggann, á mandarínurnar og þá var tímabært að fara að jólaskreyta, ekki satt?
…þetta er nánast bara vetrarskraut, gæti alveg verið áfram eftir jól meira segja…
…hvernig líst ykkur á þá?
Eru þeir ekki bara sætir þessar elskur?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og svo má auðvitað deila honum ef þið hafið hug á!
Gordjöss 🙂
Mig langar einmitt að skipta út leðurferlíkjunum mínum fyrir nettari stóla…
Æði stólar er einmitt líka með leðurlíki stóla sem taka allt pláss og langar í nettari
Vá þeir eru geggjaðir!! Og það léttir þvílíkt á borðstofunni! Nú vantar þig bara stólana við sitthvorn borðendann 😛