…stundum rekst maður á pjúra snilld á þessu blessaða neti. Sú var rauninn núna um daginn þegar ég rakst á íbúð í Noregi sem var innréttuð og stílíseruð eingöngum með húsgögnum og fylgihlutum frá Rúmfó. Þetta er snilld sko 🙂
Reyndar fást ekki allar vörurnar hérna heima, en megnið af þessu – og kannski á eitthvað eftir að koma í hús ennþá…
Þessi flotta hilla heitir Broby (sjá hér) – alveg ferlega flott og þegar að kassarnir eru komnir með þá er þetta ennþá betra, fann ekki kassana á netinu en ég veit að þeir fást t.d á Korputorgi…
Skenkurinn heitir Riskov (sjá hér) og það kemur ferlega flott að sjá þá svona tvo saman.
Stólarnir eru mjög flottur og heima SEM (sjá hér) og borðið er Bredebro (sjá hér)…
…ég veit að þessir bollar, salt og pipar og rammarnir hefur allt verið til hérna heima…
…þessi fataslá er alveg hrikalega töff, og svo er líka til snagabretti með henni – Jennet (sjá hér)…
…þessir pokar hafa ekki sést hér heima ennþá, eða í það minnsta hef ég ekki séð þá – en þeir heita Hanse…
…mér finnst svo gaman að sjá þessa íbúð – þó að þetta sé í raun alls ekki minn stíll, þá er svo gaman að sjá hversu flott það er að gera töff hjá sér bara með því að versla á budget-i. Það er bara snilld…
Þetta er vírkarfa sem fæst í Rúmfó núna, sem hefur bara verið borað gat á og gerð að ljósi…
…þarna sjá ILBRO (sjá hér) vegghillurnar og það er auðvelt að breyta aðeins til í þeim, bara með að breyta lit í bakinu á þeim…
Töff heimaskrifstofa…
Þetta litla bakkaborð fæst í Rúmfó hérna heima, kemur alveg ferlega flott út…
Mér finnst þessi stofa flott, og mikið finnst mér þessi pulla flott…
Stóllinn heitir Ore (smella hér) og skenkurinn litli heitir Oplev (sjá hér) og það er til náttborð í stíl…
Þessar hillur er ferlega töff, hillan heitir Broby (sjá hér) og hlekkurinn á snagana er hér fyrir ofan, hjá fatahenginu. En ég vona að þessi lampi komi, mér finnst hann æðislegur…
Eruð þið ekki sammála um að þetta er flott íbúð?
Hefðuð þið giskað á að þetta væri allt Rúmfó? 🙂
Allar myndir eru fengnar af Jysk.no, þar sem sjá má fleiri myndir og videó, og af bloggsíðunni Carolinebergeriksen.no
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!
Snilldar innréttað og gaman að sjá hvað hægt er að gera ef þú ert útsjónasöm þá þurfa hlutirnir ekki að kosta hálfan handlegg til að lúkka vel.
Góða helgi
Mjög gaman að þessum pósti. Fullt af hugmyndum, og kom á óvart hvað þetta var flott. Meira svona 🙂
Ótrúlega flott!