…ójá – þá er helgin framundan og nóvember að verða hálfnaður. Svei mér þá!
Það hlýtur að fara að verða tímabært að drösla öllu jóladóti niður af lofti og innan úr geymslu og fara að róta rækilega í þessum kössum, ekki satt? Ég var að keyra í bílnum í gær og þá kom jólalag í útvarpinu – sum sé, allt að verða löglegt. Nú skal jólað, hipp hipp húrra…
…því er ekki eftir neinu að bíðu, og litli krukkuálfurinn sem býr innra með mér tók bakföll af kæti þegar hann rakst á þessa hérna í Rúmfó á Korpu fyrr í vikunni. Verandi með krukkublæti á of háu stigi, þá var lítið annað í stöðunni en að leyfa þessu greyji að koma með heim (hún á meira segja litla systur sem ég er enn að hugsa um)…
…síðan þegar ég hélt SkreytumHús-kvöldið í Rúmfó, þá notaði ég svo mikið þessi litlu tré sem fást hjá þeim. Fyrir ykkur sem eruð að leita, þá er þetta hjá litlu jólahúsunum og því, sem sést einmitt með hér á myndinni…
…þetta fékkst reyndar ekki í Rúmfó, en var til í skúffunni hér og var því dregið upp og…
…alltaf er það að koma sér vel að vera alveg með antípat á eldamennsku, annars væri ég eflaust búin að nota þetta í eitthvað gáfulegt, en núna – þá fór þetta ofan í krukkurnar mínar 🙂
…og svo!
Ahhhh, ég hef nú oft verið með dýr og snjó og alls konar í þessu – en þetta hef ég ekki gert áður…
…bætti síðan við smá skreytisnjó, ástæðan fyrir saltinu í botninum er þyngd húsanna og að snjórinn lætur auðveldlega undan…
…litla sæta nammikrukkan úr Rúmfó fékk nýtt hlutverk og er núna svona líka sæt (sný bara textann aftur, svo hann sé síður áberandi)…
…ég er ekki týpan sem myndi setja upp þessi jólaþorp, en mér finnst þetta svoldið skemmtileg útfærsla á þeim…
…það verður eitthvað ævintýralegt við þetta, sér í lagi þegar að jólaserían er komin í gang á bakvið…
…sjáið bara þetta krútt, og með trjánum og ljósastaurinum, þá verður þetta ansi fallegt…
…þarna er hún, nýja og fína 🙂
…stóra krukkan mín er með aðeins stærra húsi, og þið sjáið greinilega litamuninn á skreytisnjónum og saltinu 😉
…það er nú ansi fallegt að sjá þetta svona…
…mér fannst þetta í það minnsta ágætis jólabyrjun í eldhúsinu…
…krökkunum fannst þetta líka spennandi og litli maðurinn stóð lengi við þetta og spekúleraði…
…öll húsin og litlu stytturnar fást í Rúmfó, en eflaust eiga líka margir svona heima hjá sér…
…og það er alltaf gaman að nota gamla hluti á nýjan máta. Þetta gæti líka verið bara gamlar jólastyttur…
…eða eitthvað föndur frá krökkunum…
…það verður allt pínu meira “fansí” þegar það er komið í glerkrukku 😉
…og þegar við er bætt ljósaseríu, auðvitað…
…síðan smellti ég af þessu mynd í rökkrinu í gær, bara svona til þess að fá tilfinninguna….
…og svo má auðvitað kveikja ljósið inni í húsunum sjálfum 🙂
Þá segi ég bara góða helgi og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt, hvort sem það er við leik eða störf.
*Knúsar* á línuna ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild!
Vá 🙂 Æði!! Þarf bráðnauðsynlega að redda mér svona trjám 😉
Rosalega fallegt og jólalegt 🙂
Vá hvað ég ætla að stela þessari hugmynd, þetta er æði.
knúsar
Vala
Takk fyrir salt trixið nú get ég látið þetta standa rétt í krukkunum 🙂 🙂