…því að allt er þá þrennt er, ekki satt?
Á morgun verður Konukvöld Pier á Smáratorgi (smella hér til að skrá sig), ég var fengin til þess að mæta og jóla yfir mig. Sem ég á frekar auðvelt með 🙂
Ég ákvað líka að taka forskot á sæluna og gera smá uppraðanir hérna heima til þess að sýna ykkur eitt og annað sem mér datt í hug að gera – þannig að allar vörurnar í póstinum fást í Pier…
#1
Við byrjum í myrkvaðri stofunni – smá draugaleg mynd. En í það minnsta, arinhillan var tæmd og ég fékk tvær svona gervigreinar sem ég lagði einfaldlega ofan á, og beygði síðan til endanna til þess að láta þær festast niður…
…síðan sá ég þessa risastjörnu og mér fannst hún ææææææði…
…fannst hún reyndar svoldið brún, þannig að ég tók bara snjósprey….
…og réðist bara á greyjið og spreyjaði, setti síðan smá glimmer, bara svona upp á grínið sko…
…þetta var síðan fyrsta uppröðun, tók tvo stjaka sem ég átti (þessir dökku) og setti þessi frosty tré ofan á þá. Könglalengja var lögð í greinarnar og svo var bara settir kertastjakar og aukastjarna…
…þessi stjarna er hreint dásamleg. Hún er með litlum LED-ljósum innan í, en ég bara fann ekki eitt einasta batterý í kofanum, hvað þá tvö…
…og þannig stóð þá arininn keikur – smá sería setti alveg punktinn yfir i-ið…
…trén á kertastjökum – sem er sniðugt fyrir alls konar tré til þess að hækka þau upp…
…æðisleg lítil trésnjókorn sem hanga á greinunum…
…könglalengja á grófu snæri…
…og þessir kertahringir – þeir eru svo fansí að ég get svarið að þeir gera hvaða stjaka sem er að drottningu…
…með hjörtum…
…og almennri blinggleði…
…svo var bara smotterí sett hér og þar – og þið sjáið að snúran liggur bara svona beint yfir, en þar sem hún er glær þá er það ekkert að koma mikið að sök…
…könglar og greinar – og rustic snjókorn – þetta gleður mig.
Allt helst þetta á sínum stað með greinunum sem er klemmdar yfir hliðarnar…
…en þið vitið hvað ég á erfitt með að vera til friðs…
…og skipti því út stjökunum út fyrir trjálurka og setti undir trén…
…smá svona meiri rustíc, en er þetta dóterí til þess að leika sér meðða, ekki satt?
…krúttaralegir litlir fuglar á greinum…
…stemmingin er eins og snjóstormur hafi gengið yfir stofuna 🙂
…svo mikið að þessi dásemd fékk smá snjó ofan á kúluna sína…
…og þannig stendur arininn nú
Listi yfir vörurnar inni á Pier:
Hlekkur á fugla
Könglalengja
Jólatré
Bambasnjókúla
Ljósastjarna
Kertahringur…
#2
En við stoppum ekki við arininn, ónei – langt því frá. Ég fékk sem sé þennan dásemdar skrautkassa – algjörlega bjútífúl…
…yndisleg lítil retró tré…
…og þessir bambar – sem eru svo dásamlega gamaldags og fallegir…
…minna mig á gamlar bambamyndir sem voru á vegg hjá móðursystur minni…
…og allt fer í kassann…
…ásamt gervisnjó – sem er algjörlega skyldueign í nóv og des – fellur undir jólanauðsynjar 101…
…og svo snjóaði bara á krúttin…
…eru þeir ekki yndislegir?
…talandi um yndislegt!
Fallegustu glasamottur sem ég hef séð lengi – 4 mismunandi gerðir af skógardýrum…
…en mér fannst sem sé ekki nóg að láta snjóa ofan í kassann – heldur beitti ég snjóspreyjinu líka utan á hann…
…sem mér finnst koma ansi skemmtilega út…
…ég er alveg að krútta yfir mig yfir þessum sko…
…og þessum…
…og já, sem sé bara öllu þessu ♥
Listi yfir vörurnar inni á Pier:
Hér er hlekkur á bambana!
Gervisnjórinn er hér
Glasamottur
#3
Ok, þessir hérna töluðu sko til mín!
Þessir telja niður dagana 24…
…og sömuleiðis er hægt að nota bara fyrstu 4 á aðventukertin ef vill…
…en ég festi þá bara könglalengju…
…og finnst þetta koma ferlega skemmtilega út…
…mætti líka hengja þetta framan á arin…
…litirnir mínir sko…
Listi yfir vörurnar inni á Pier:
Hér er hlekkur tölurnar inni á Pier
Könglalengja
…og hér sést þetta allt saman…
…Stormurinn orðinn dauðþreyttur á þessu stumli í mér…
…bíður bara eftir 24, eða þannig 😉
…og í rökkrinu verður allt svoldið kósý…
…það mætti festa líka litla sæta strigapoka með þessum…
…en ekki með þessum sko, þýðir ekkert að festa strigapoka á hann sko…
…sum sé – við erum í kózýgírnum!
Ég hlakka hins vegar bara til þess að sjá ykkur í Pier á Smáratorgi á morgun ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!
ohh æðispóstur ! 🙂 ég elska stjörnuna og tölustafina það var ekki komið í Pier þegar ég var að valsa þar í vikunni 🙂 vona að þetta skraut sé til á Ak og á morgun 😀
Takk fyrir flott og krúttað skrautblogg 🙂
oh this makes me want to start decorating for winter as well, but I still have my fall theme going!! Gorgeous pictures. You are lucky you live so far away or I would come visit you and smooooch that cute dog!!!
Mér finnst skrautkassinn æðislegur, er hann til í Pier? Flott hvernig þú skeytir hann með snjónum og speyinu 🙂
Takk fyrir það 🙂
Já hann er til í Pier í tveimur stærðum, fann hann því miður ekki á heimasíðunni, þetta er minni týpan!