…reyndar er fyrir myndin af galtómu herbergi …
Það samt best að útskýra smá – þannig er mál með vexti að ég er að fá glænýjan titil núna í nóvember. Ég er sem sé að verða ömmusystir! Það hljómar reyndar eins og ég að vera aðalleikkonan í nýrri útgáfu af Golden Girls, eða ætti í það minnsta vera með grátt hár og prjóna smotterís litstaverk – en svo er víst ekki. Þess í stað verð ég bara ömmusystirin sem kem og raða í herberginu.
“Litla” frænkan mín, systurdóttir mín, sem kom í heiminn þegar að ég var 7 ára er sem sé að verða mamma, jeminn eini…
…en sum sé – mission barnaherbergi!
Uppáhaldið mitt er að útbúa barnaherbergi, og að jóla, og að… ♥
…við vildum gera hlýlegt, fallegt herbergi og alls ekki of væmið eða fullt af blúndum. Það er reyndar ansi margar uglur þarna, en það er vinnuheitið á kúlukrílinu. Útskýrir ýmislegt.
Við erum með gamla góða ættarrúmið, en það var keypt fyrir móður hinnar tilvonandi móður árið 1962, beint frá Köben. Við erum núna í það minnsta 10 börn sem höfum sofið í þessu í gegnum áratugina. Ég veit að þetta er afskaplega “trendy” rúm núna – en mest af öllu er þetta bara ættarrúmið sem okkur þykir voða vænt um. Enda búið að fylgja okkur svo lengi…
…litla borðið er æðislegt við en við fundum það í Rúmfatalagerinum á Korputorgi, og það smellpassar þarna inn. Ég sé líka alveg fyrir mér litla manneskju með kaffiboð við þetta í komandi framtíð. Uglulampinn er líka gamall, en mig minnir að mamma hafi fengið hann um 1980 og eitthvað…
…þetta uglukrútt var nú í herbergi litla mannsins, en fékk alveg glænýtt heimili – svona í einhvern tíma í það minnsta…
…veggirnir eru málaðir í Dömugráum frá Slippfélaginu, en ég get ekki mælt nóg með þessum lit. Hann er svo dásamlega mjúkur og hlýr, stundum bleikir tónar, og bara pörfekt á alla veggi. Ég fékk hins vegar þau í Art&Text til þess að útbúa skýjalímmiða fyrir okkur, og þeir gera svo ótrúlega mikið…
…það er algjört möst að get hengt upp kjóla eða krúttheit í svona krakkaherbergjum, og við fundum þennan snaga í Rúmfó á Korputorgi líka, alveg fullkomin stærð…
…lítið borð svo að hægt sé að geyma dót í körfum, eða bara hvað sem hugurinn girnist…
…dásamleg listaverk og bækur – þetta verður menningarlegt uppeldi frá fyrstu stundu…
…og svo þarf að geyma öll þessi litlu krúttaralegu föt einhversstaðar, ekki satt?
…bókasafnið, og geymslubókar…
…í stólnum er svo dásamlegt að sitja og rugga og bíða eftir krílinu – auk þess að yndislegt verður að sitja með það í fanginu…
…og móðirin getur notað þennan skemill og skellt lúnum fótum þarna upp á – og látið fara vel um sig. Svo ekki sé minnst á hversu fallega skemillinn batt allt herbergið saman, hann lét einhvern vegin allt passa…
…ruggustóllinn er sömuleiðis gamall ættargripur, held að hann komi frá afa mínum, og nýtist vel núna…
…síðan langar mig að sýna ykkur fleiri smáatriði, hvað er hvaðan og fleiri myndir mjög fljótlega!
Vá hvað ég er spennt eftir þessu litla kríli, ég get ekki beðið ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!
Herbergið er hreint út sagt gjöööððveikt með alls konar áherslum (“.)
Finnst ruggustóllinn algjör draumur, rúmið, límmiðar og alles
Well done min kære <3
Þetta er best! Ég er næstum á því að sofa bara þarna inni sjálf þessa stundina. Þægilegasta herbergið í húsinu…hohoo!
Takk fyrir Dossildið mitt. Þetta er æðiber!
Sæl. Veistu hvar vegglistarnir voru keyptir?
Þeir fást í Bauhaus
Það er sko algjörlega best að vera ömmusystir…búin að prófa það í viku núna og það verður bara æði (hef reyndar ekki hitt litlu krúttmúsina “mína” ennþá en á morgun mun því verða reddað ef allt gengur að óskum
).
Yndislegt herbergi og það er bara allt æði þarna inni <3
Ruggustóllin ( ættargripurinn) er hönnun Hans J Wegner. Alger draumur eins og allt í þessu yndislega herbergi;-)
Vá hvað þetta er flott herbergi. Heppið kríli að hafa svona gott fólk í kringum sig.