Hitt og þetta…

…á mánudagskveldi. Ég meina, hví ekki?

www.skreytumhus.is

…það er nú eitt með að vera á breytingarskeiðinu, þá færast stundum hlutirnir hérna innanhúss…

www.skreytumhus.is.is-001

…blúnduteppið mitt góða, úr hjónaherberginu (sjá hér), er komið inn til dömunnar…

www.skreytumhus.is.is1

…ótrúlegt hvað svona falleg teppi passa allsstaðar 🙂

www.skreytumhus.is-0041

Um daginn sótti ég litla manninn minn extra snemma í leikskólann, og hafi komið við og keypt köku á heimleiðinni…

www.skreytumhus.is1

…við gerðum okkur því glaðan dag og nutum þess að spjalla saman og borða smá gotterý…

www.skreytumhus.is-001

…enda ekki annað hægt en að njóta í svona prýðisfélagsskap…

www.skreytumhus.is-002
…og auðvitað með smá mjólk og rjóma…

www.skreytumhus.is-005

…svo var það gellan sem flutti inn – eða sko Gufugellan 🙂

Hah!  Húsbandið varð fremur hissa þegar ég tilkynnti honum að það væri gella að flytja inn á okkur og hún kæmi til með að hjálpa til með heimilið.  Veit ekki alveg hvað hann átti von á…

www.skreytumhus.is-017

…hún var sem sé á tilboði á Aha um daginn og ég datt inn í að horfa á auglýsinguna fyrir þetta, og bara gat ekki hætt.  Við hjónin lendum iðulega í þessu þegar við förum til USA, þetta er dáleiðandi sjónvarpsefni.  Svo þegar þeir sýndu græjuna þrífa salernið (sem trónir ofarlega á lista mínum sem leiðinlegast verk í heimi) þá var ég seld.  Plús að ég fíla mig eins og Ghostbusters þegar að ég er komin með þetta í hendurnar 😉

www.skreytumhus.is-018

…ég notaði þetta á þrif á baðherberginu og þreif glugga og þetta var bara snilld.  Svo notaði ég þetta á flísarnar í forstofunni og þetta er geggjað á flísar.  Reyndar fannst mér hún skilja eftir rendur í parketinu, því að moppan verður svoldið blaut, þannig að ég mæli frekar með þessu á flísar – þarf hins vegar að prufa þetta betur.

Síðan lánaði ég systur minni græjuna, en hún er með þrjá hunda og svartar náttúruflísar á öllu húsinu.  Hún var búin að fá tilboð í að láta þrífa flísarnar extra vel, því að það þarf að lakka yfir þær eða eitthvað álíka á nokkra ára fresti.  Tilboðið var upp á um 100þús en gellan kom í heimsókn og svoleiðis reddaði henni.  Plús að ég græddi mikla ást og umhyggju frá systur minni fyrir að eiga svona góða vinkonu 😉

Eina sem ég get sett út á hana svona í bili, er liturinn (haha) og svo er handfangið svoldið veigalítið.  En maður tekur varlega í tólið – hohoho.

www.skreytumhus.is-019

…síðan um daginn var ég að hjálpa yndislegri konu að breyta og gera fínt heima hjá sér…

www.skreytumhus.is2

…það er svo gaman að sjá þegar allt smellur saman í lokin…

www.skreytumhus.is-0021

…næsta fimmtudagskvöld verður síðan SkreytumHús-kvöld í Rúmfó á Korputorgi, með sérstökum ofurkjörum og ég verð á staðnum að skreyta og spjalla (þið getið meldað ykkur inn með því að smella hér)
Hlakka til þess að sýna ykkur myndir af alls konar jólagóssi á miðvikudaginn, svona til að hita upp fyrir kvöldið…

www.skreytumhus.is-021

…svo á morgun – þá ætla ég að reyna að sýna ykkur þetta!

www.skreytumhus.is.is-021 ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!

7 comments for “Hitt og þetta…

  1. Margrét Helga
    02.11.2015 at 21:35

    Alltaf gott að fá tvo pósta sama daginn 🙂 Maður slær ekki hendinni á móti því!

    Vona að ég komist á fimmtudaginn, er samt ekki viss… :/ Verð a.m.k. með ykkur í huganum!

  2. Kolbrún
    03.11.2015 at 08:01

    Hlakka til miðvikudagsins þá fær maður kannski hugmyndir fyrir fimmtudagskveldið hvað eigi að versla í rúmfó.

  3. Guðrún Rögn
    03.11.2015 at 12:20

    Sæl. Datt í hug að spyrja um ráð… Var verið að fjarlægja naglalakk af hvítu lökkuðu borði, var gert með acetone og auðvitað kom blettur 🙁 . Dettur þér eitthvað í hug sem hægt væri að gera?

    Mbkv.
    Guðrún

  4. Gufugellan
    23.08.2016 at 11:36

    Langar svo að spurja þig hvernig reynslan af gufugelluni er. Virkar allt fullkomlega og er hún peningana virði. Með fyrirfram þökk kveðja Guðný

  5. Edda
    09.08.2019 at 16:16

    Hef sömu spurningu og Guðný. Er að skoða þessa gufugellu og var að spá hvort hún væri peningana virði.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.08.2019 at 01:03

      Nei það get ég ekki sagt, notaði hana nokkrum sinnum en hún fékk fljótlega nýtt heimili. Systir mín er hinsvegar með flísar á öllu og hún var mikið sáttari við hana 🙂

      • Edda
        11.08.2019 at 17:25

        Okei takk fyrir svarið, sleppi þessu þá.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *