…á mánudagskveldi. Ég meina, hví ekki?
…það er nú eitt með að vera á breytingarskeiðinu, þá færast stundum hlutirnir hérna innanhúss…
…blúnduteppið mitt góða, úr hjónaherberginu (sjá hér), er komið inn til dömunnar…
…ótrúlegt hvað svona falleg teppi passa allsstaðar 🙂
Um daginn sótti ég litla manninn minn extra snemma í leikskólann, og hafi komið við og keypt köku á heimleiðinni…
…við gerðum okkur því glaðan dag og nutum þess að spjalla saman og borða smá gotterý…
…enda ekki annað hægt en að njóta í svona prýðisfélagsskap…
…og auðvitað með smá mjólk og rjóma…
…svo var það gellan sem flutti inn – eða sko Gufugellan 🙂
Hah! Húsbandið varð fremur hissa þegar ég tilkynnti honum að það væri gella að flytja inn á okkur og hún kæmi til með að hjálpa til með heimilið. Veit ekki alveg hvað hann átti von á…
…hún var sem sé á tilboði á Aha um daginn og ég datt inn í að horfa á auglýsinguna fyrir þetta, og bara gat ekki hætt. Við hjónin lendum iðulega í þessu þegar við förum til USA, þetta er dáleiðandi sjónvarpsefni. Svo þegar þeir sýndu græjuna þrífa salernið (sem trónir ofarlega á lista mínum sem leiðinlegast verk í heimi) þá var ég seld. Plús að ég fíla mig eins og Ghostbusters þegar að ég er komin með þetta í hendurnar 😉
…ég notaði þetta á þrif á baðherberginu og þreif glugga og þetta var bara snilld. Svo notaði ég þetta á flísarnar í forstofunni og þetta er geggjað á flísar. Reyndar fannst mér hún skilja eftir rendur í parketinu, því að moppan verður svoldið blaut, þannig að ég mæli frekar með þessu á flísar – þarf hins vegar að prufa þetta betur.
Síðan lánaði ég systur minni græjuna, en hún er með þrjá hunda og svartar náttúruflísar á öllu húsinu. Hún var búin að fá tilboð í að láta þrífa flísarnar extra vel, því að það þarf að lakka yfir þær eða eitthvað álíka á nokkra ára fresti. Tilboðið var upp á um 100þús en gellan kom í heimsókn og svoleiðis reddaði henni. Plús að ég græddi mikla ást og umhyggju frá systur minni fyrir að eiga svona góða vinkonu 😉
Eina sem ég get sett út á hana svona í bili, er liturinn (haha) og svo er handfangið svoldið veigalítið. En maður tekur varlega í tólið – hohoho.
…síðan um daginn var ég að hjálpa yndislegri konu að breyta og gera fínt heima hjá sér…
…það er svo gaman að sjá þegar allt smellur saman í lokin…
…næsta fimmtudagskvöld verður síðan SkreytumHús-kvöld í Rúmfó á Korputorgi, með sérstökum ofurkjörum og ég verð á staðnum að skreyta og spjalla (þið getið meldað ykkur inn með því að smella hér)
Hlakka til þess að sýna ykkur myndir af alls konar jólagóssi á miðvikudaginn, svona til að hita upp fyrir kvöldið…
…svo á morgun – þá ætla ég að reyna að sýna ykkur þetta!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!
Alltaf gott að fá tvo pósta sama daginn 🙂 Maður slær ekki hendinni á móti því!
Vona að ég komist á fimmtudaginn, er samt ekki viss… :/ Verð a.m.k. með ykkur í huganum!
Hlakka til miðvikudagsins þá fær maður kannski hugmyndir fyrir fimmtudagskveldið hvað eigi að versla í rúmfó.
Sæl. Datt í hug að spyrja um ráð… Var verið að fjarlægja naglalakk af hvítu lökkuðu borði, var gert með acetone og auðvitað kom blettur 🙁 . Dettur þér eitthvað í hug sem hægt væri að gera?
Mbkv.
Guðrún
Langar svo að spurja þig hvernig reynslan af gufugelluni er. Virkar allt fullkomlega og er hún peningana virði. Með fyrirfram þökk kveðja Guðný
Hef sömu spurningu og Guðný. Er að skoða þessa gufugellu og var að spá hvort hún væri peningana virði.
Nei það get ég ekki sagt, notaði hana nokkrum sinnum en hún fékk fljótlega nýtt heimili. Systir mín er hinsvegar með flísar á öllu og hún var mikið sáttari við hana 🙂
Okei takk fyrir svarið, sleppi þessu þá.