…er ágætis lýsing á þessu barnaherbergi sem ég ætla að deila með ykkur.
Það er hún Bec – sem áður var í The Block-þáttunum, sem ég hef iðulega sagt ykkur frá – sem á þetta fallega rými.
Hún átti sem sé von á barni og vildi ekki fá að vita kynið – þannig að herbergið átti að passa fyrir bæði telpu og dreng. Alltaf gaman að sjá svoleiðis og hvernig fólk vinnur úr því.
Ástralir eru, skv. þessum Block-þáttum, verulega “trendy” og smartir upp til hópa og því gaman að fylgjast með þeim. Þeir eru hrifnir af Skandinavískum stíl og nýta hann óspart í bland við annað.
…flottar hillur, og mér finnst þetta litla skýjaljós alveg draumur…
…svona tjöld eru alltaf draumur, en ferlega flott að festa svona ljósin niður hliðina á því. Svo eru líka töff púðarnir þarna inni…
…á gólfinu er aðal “tískumottan” um þessar mundir, eða í líkinu við þær. En flott er hún – og ofsalega fallegt að sjá gardínurnar fyrir öllum gluggaveggnum – það verður svo mikil mýkt og ró yfir veggnum…
…hver elskar ekki litlar og fallegar rammagrúbbur…
Hvernig lýst ykkur svo á herbergið?
Hvort finnst ykkur þetta henta betur fyrir dreng eða stúlku? 🙂
Hér er heimasíðan hennar Bec og þið getið lesið nánar um herbergið hér!
All photos and copyright via Bec Marks the Spot.
Mér finnst það eiginlega hvorki passa betur fyrir strák eða stelpu…bara bæði betra 🙂 Enda var það líka “pointið” með þessu, að láta það passa fyrir bæði kyn 🙂
Mjög flott herbergi…