…hingað vorum við komin!
Bakkinn reddí og allir glaðir – og svona til að allir séu á sömu blaðsíðu – þá erum við enn að vinna með dóterí úr Pier…
…og var ég búin að segja ykkur hvað ég er skotin í þessum dúk?
…en bíddu aðeins – sjáið þið þetta?
…jebbs, ég tók litlu krúttlegu glerkúlupuntudúllurnar (hvað á maður að kalla þetta?) og setti þær ofan á kertastjakana.
…og þannig nutu þær sín miklu betur, ekki satt?
Nú fyrst ég var á annað borð farin að setja hluti ofan á kertastjaka, þá skellti ég barasta kórónunni líka ofan á stjaka – og við það varð hún eitthvað sérlega hátíðleg…
Plús að bakkinn fær svona annað yfirbragð, bara með smá róteringu “innanborðs”…
…sko, allt komið á annað og hærra plan…
…og hver segir að kökudiskar séu ekki fyrirtaks kertastjakar, gætið þess þó að snúa þessu ekki við og nota kertastjaka sem kökudiska – nema kannski fyrir möffins…
…könglar eru fyrirtaks könnufyllingar…
…og kertahringjaskraut, en við vissum það nú þegar…
…og þessi kóróna er bara falleg…
…ég bara hlýt að hafa verið rússnesk keisaraynja í fyrra lífi – eða svo sagði einhver miðill við mig einu sinni…
…og krúttkúluglerskrautið (hvað á maður að kalla þetta? aftur!) er bara endalaust fallegt…
…og svo verður allt kósý í rökkrinu og þetta er ágætis uppfylling, á meðan við bíðum eftir að jólaskreytitímabilið hefja göngu sína, af fullum krafti…
…á meðan segi ég bara góða helgi og knúsar til ykkar ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!
Þessi ekki síðri en hin uppröðunin…þrátt fyrir alla þessa pósta þá held ég samt að ég myndi falla á bakkaskreytingaprófinu :/ Þarf að sinna heimanáminu betur 😛
Ég er alltaf svo spennt að sjá hvort þú hafir verið fyrst að ,,commenta”. 😄
Alltaf jafn huggulegir og flottir þessi póstar 👌