Raðað á bakka #3…

…jújú, þetta er langt nám sko.

Hér var #1 og hér #2, og við tókum okkur síðan frekar laaaaaangar frímínútur og áfram með smérið.  Það dugar ekki að slóra ef þið ætlið að ná jólaskreytabakkaprófinu sem skellur á í des 🙂

Fyrsta vers, hvar á bakkinn að standa.  Í þessu tilfelli, þetta auða eldhúsborð…

01-www.skreytumhus.is

…og svo var að finna það sem á borðið á að fara. Í þessu tilfelli fór ég í Pier á Smáratorgi og fann alls konar dýrindis dóterý – þannig að allt sem þið sjáið hér fæst þar.  Auðveldar málin ekki satt?

Þar er að finna alveg svakalegt úrval af bökkum í öllum stærðum, litum og gerðum (smellið hér til að skoða), og ég fann þennan hérna ílanga, sem mér þótti ansi skemmtilegur.

02-www.skreytumhus.is-001

…hann varð hins vegar ansi einmanna og dökkur á borðinu og mér fannst því kjörið að nota þennan blúndulöber með – finnst hann svona módern útgáfa af blúndudúkum.  Plús að þið sjáið þegar hann er kominn á borðið þá passa hlutföllin á þessu öllu mun betur…

06-www.skreytumhus.is-005

…svo eru það stærstu hlutirnir fyrst.  Þessi stjakar er þungir og alveg ferlega flottir, taka bæði kubbakerti og venjuleg.  Nú og þegar við röðum á bakka, þá er gott að hafa hæðsta punktinn aðeins til hliðar við miðju…

07-www.skreytumhus.is-006

…bætti síðan við litum glerdiski á fæti, en fannst enn bakkinn frekar dökkur…

09-www.skreytumhus.is-008

…þá er nú ekki verra að bæta við dásemdar blúndu, enda eru blúndur góðar – sérstaklega á trékeflum, þannig að hægt er að nota þau til þess að punta með…

03-www.skreytumhus.is-002

…og svo er bara að leggja þær eftir bankanum og klippa í rétta lengd…

10-www.skreytumhus.is-009

…síðan þurfti kona kertahringi, þessir voru ansi hreint blingaðir og fínir…

11-www.skreytumhus.is-010

…þá er snilld að taka svona könglalengju og nota með…

12-www.skreytumhus.is-011

…glenna aðeins hringinn út…

13-www.skreytumhus.is-012

…og svo bara blanda saman…

14-www.skreytumhus.is-013

…þannig fáum við pörfekt kertahring með mixi af blingi og röstic…

15-www.skreytumhus.is-014

…og með blúnduna á bakkanum, geta allir vel við unað – ekki satt?

16-www.skreytumhus.is-015

…obb bobb bobb, bætum við einni röstic kórónu – svona sérlega fín fyrir skreytiprinssessur…

18-www.skreytumhus.is-017

…svo ekki sé minnst á kvinnur með hvítt könnublæti – eða “KMHK-samtökin”.  Ég get lofað ykkur að ég “þurfti” eins mikið á þessum könnum að halda, eins og á skrautpúðum, en hver getur svo sem neitað sér um svona fegurð – segið mér það?

Plús, þið fáið að sjá hvað það er nú fallegt að skreyta með blúndukeflinu…

19-www.skreytumhus.is-018

…svo eru það þessir – hversu dásamlega fallegir eru þeir?

22-www.skreytumhus.is-021

…kom reyndar líka einn til með dásemdar engli í, en þar sem ég englaði yfir mig um seinustu aldamót, þá fékk hann að dvelja áfram niðri í Pier.  En ykkur er velkomið að fara að heimsækja hann og bera honum kveðju mína…

25-www.skreytumhus.is-024

…þessir voru líka sérlega sætir, smáir og fríðir – smáfríðir?

26-www.skreytumhus.is-025

…og komnir á litla stjaka – ekki urðu þeir verri við það 🙂

27-www.skreytumhus.is-026

…og þegar að upp var staðið – eða við borðið sest – þá var útkoman þessi.

En ekki gat ég stoppað hér, og því er næsti hluti af þessum pósti í smíðum…

29-www.skreytumhus.is-028

…viljið þið ekki annars fá að sjá aðeins meira?

31-www.skreytumhus.is-030

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!

9 comments for “Raðað á bakka #3…

  1. HULDA
    29.10.2015 at 08:26

    yndi eins og alltaf 🙂

  2. Margrét
    29.10.2015 at 08:54

    Hvar fær maður svona fallegar könnur?

  3. Margrét Helga
    29.10.2015 at 09:40

    Yndislegt!

  4. Hildur Hilmarsdóttir
    29.10.2015 at 10:44

    Dásamlegt ….

  5. Berglind
    29.10.2015 at 12:59

    Einstaklega fallegt allt saman hjá þér, stærri kannan kom einmitt heim með mér um daginn og maðurinn minn horfði á mig undrunaraugum þegar ég sýndi honum þessa dásemd í bak og fyrir þegar heim var komið 🙂

  6. Kolbrún Rósum og rjóma
    30.10.2015 at 15:32

    Hahaha, “englaði yfir mig”, vel að orði komist, ég kannast við að hafa englað yfir mig 😉

  7. Þuríður
    30.10.2015 at 18:46

    Þetta er virkilega fallegt

  8. Kolbrún
    02.11.2015 at 08:26

    Æðisleg skreyting eins og oft eða bara alltaf hjá þér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *