Jólainnlit í Sirku – fyrri hluti…

…ég meina það sko, það er ekki eins og jólin séu komin.

En það er heldur ekki eins og ég sé í höfuðstað norðurlands á hverjum degi!  Ég er svona aðallega bara þar þegar við hjónin leggjum land undir fót, til þess eins að skjótast á Græna Hattinn og hlusta á uppáhalds Baggalútana mína 🙂

88-www.skreytumhus.is-090

Nú og svo auðvitað til þess að fara í Sirku – það var þetta tvennt sem var á dagskránni og fór svona líka prýðilega fram!

En áfram með smjörið og gleðileg jól!

87-www.skreytumhus.is-089

…þessi búð er náttúrulega algjörlega sér á parti, því er ekki hægt að neita – og algjörlega ævintýri líkast að trítla inn í hana.  Ég tala nú ekki um á þessum fallega degi sem ég fór þarna, sólin skein svo dásamlega inn um gluggana og mér leið bara eins og Lísu í Undralandi (fyrir utan kanínur í tímaþröng og Hattara í teboðafylleríi).

Þið sjáið bara hvað ég meina…

01-www.skreytumhus.is

…ég meina, er eitthvað rangt við að fá í hnén yfir skrauti?

02-www.skreytumhus.is-001

…svo er líka komið dásemdar barnahorn í Sirku núna…

05-www.skreytumhus.is-004

…og fallegu House Doctor stjörnurnar fást þarna líka…

07-www.skreytumhus.is-006

…tvö hjörtu…

08-www.skreytumhus.is-007

…mér finnst þetta svo fallegt, svo dásamlega einfalt en æðislegt…

09-www.skreytumhus.is-008

…og enn meiri stjörnufans…

10-www.skreytumhus.is-009

…er frekar veik fyrir svona vængjum alltaf hreint…

11-www.skreytumhus.is-010

…dæææææs, þið vitið, svona fegurðardæs…

12-www.skreytumhus.is-011

…mig dreymir um að eignast þennan hérna, finnst hann alveg ómótstæðilegur…

13-www.skreytumhus.is-012

…og verandi alræmt skreytiskjóða þá finnst mér ég hreinlega ekki geta átt nóg af kórónum, lái mér hver sem vill!

14-www.skreytumhus.is-013

…ójá, svona á að bera fram: Silfurstjaka á diskinn minn…

15-www.skreytumhus.is-014

…þið bara verðið að viðurkenna að þetta er eins og í þvílíku jólaævintýri…

19-www.skreytumhus.is-018

…hvítir litir og svo mikill hreinleiki, elsketta…

20-www.skreytumhus.is-019

…tengist reyndar ekkert jólum, en ég hef sérstakt dálæti á svona fallegum gammel skærum, það er bara eitthvað…

21-www.skreytumhus.is-020

…ahhhhh…

22-www.skreytumhus.is-021

…mér finnst þetta snævi þakkta tré líka alveg draumi líkast, erfitt fyrir konu með jólatrésblæti…

23-www.skreytumhus.is-022

…og allar þessar stjörnur, hver vill ekki eiga þetta helst allt saman…

25-www.skreytumhus.is-024

…þessi hérna, enn jafn dásamlega fögur þrátt fyrir að hafa verið vinsæl í nokkur ár núna…

27-www.skreytumhus.is-026

…og snjókornin…

28-www.skreytumhus.is-027

…ég geri fastlega ráð fyrir að þið viljið fá að sjá seinni hlutann líka, ekki satt? 🙂

Sirka á Facebook – og já, þær senda um land allt!

30-www.skreytumhus.is-029

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!

 

6 comments for “Jólainnlit í Sirku – fyrri hluti…

  1. Halldóra Andrésdóttir
    23.10.2015 at 22:41

    Var einmitt í Sirku að versla mér dásamlegan stjörnustjaka sem er á síðustu myndinni hjá þér …svo fórum við líka á Baggalút á Græna hattinum dásamleg helgi

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.10.2015 at 22:42

      Hah! Snilld, á hvaða tónleika fórstu? 🙂

  2. Berglind
    23.10.2015 at 23:37

    hluti af mér óskar þess að Sirka væri í höfuðborginni en annar hlutinn (þessi leiðinlegi sem hugsar skynsamlega) er fegin því þá væri buttan mín alltaf tóm…dásamleg verslun 🙂

  3. Anna Sigga
    23.10.2015 at 23:37

    Hérna hvenær vour þessir Baggalútstónleikar … mikið af þessu sem þú tókst mynd af var ekki til í gær 😀 fór sjálf að kaupa tvær stjörnur …. gleymdi að fá mér stjörnuborða lika ;/

    • Soffia - Skreytum Hús...
      24.10.2015 at 00:50

      Seinasta laugardag, en hún sagði mér líka að hún ætti eftir að fá meiri sendingar með góssinu sem sést hér 🙂

  4. 25.10.2015 at 02:15

    Hi , i love your blog , you have a new follower forma chile
    Angelica

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *