…var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað mér finnst gaman að geta skipt um áklæði á blessuðum sófunum okkar?
Fara frá þessu…
…yfir í þetta – bara á ca 20mín…
Það þykir mér gleðilegt! Reyndar, ef ég á að gera upp á milli – sem er náttúrulega ekki fallegt, en samt – þá finnst mér það gráa “betra”, það hentar mér betur á allan hátt. Þarf ekki að hafa áhyggjur af blettum eða neinu svoleiðis, en engu síður þá finnst mér eitthvað dásamlega “posh” við að vera með svona ljóst sett…
…en sá hvíti má eiga það að allir púðar og meððí verða voða fínir og sætir…
…njóta sín svo vel og verða eitthvað svo hreinlegir og flottir…
…smá pastellitir og oggupons af gráu og ég er kát…
…og ég verð að viðurkenna að mér finnst voðalega þægilegt að horfa á stofuna svona – enda var Benjamin Moore (málingarfyrirtæki í USA) að tilkynna að litur árins 2016 væri hvítur, þannig að ég er í móð 😉 (sjá hér)…
…á þessari mynd sjáið þið hreindýr með hornin úr í loftið og, hver spottar “dýrið” í bakgrunninum?
…og litlir forsmekkir af árstíðinni sem í vændum er, leynast hér og þar…
…og hluti af borðinu góða (sjá hér), flutti yfir á stofuborðið…
…en restin af því stendur enn – er bara ekki búin að tíma að taka þetta niður ennþá…
…ég tók líka stóra skemilinn okkar og setti bakka á hann, og gerði hann þar með að hliðarborði – maður reddar sér…
…gæra í sófanum, auðvitað…
…og könglarnir mættir á staðinn, enda svo sannarlega haustskraut líka…
…svo þurfa auðvitað að vera aukateppi – og ég verð að segja ykkur að þetta teppi þarna er eitthvað það mýksta og þægilegasta sem ég hef átt – þvílíkt kúruflísteppi…
…annars er sófinn almennt eins og dýragarður, þar sem hreindýr…
…sem og svanir sem lifa í sátt og samlyndi…
…enda eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir!
Ég ætla að reyna að setja inn póst með alveg dásamlegu innliti síðar í kvöld, annars – strax á morgun.
Eigið yndislegan dag ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!
Hrikalega kósí hjá þér eins og alltaf 🙂
Hélt fyrst að “dýrið í eldhúsinu” væri Stormur, en sá svo að það var annars konar dýr 😉
hvar fékkstu dásamlega kúruteppið?
Æji já, afsakið – það er nú bara úr Rúmfó, alveg hreint eins og að leggjast undir ský (get ég ímyndað mér) 😉
Svakalega kosý langar svo að vita hvar þú fékkst þennan legubekk? Hann virkar mjög vel 😉
Takktakk!
Þetta er Stocksund frá Ikea – hér sérðu bara áklæðið:https:
//www.ikea.is/products/39144
Kósý…..góða helgi…:)
Alltaf svo smart hjá þér 🙂 mér langar svo í einhvern svona bakka eins og þú ert með á skemlinum , hvaðan er þinn ef ég má spurja ?