Í einni svipan…

…var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað mér finnst gaman að geta skipt um áklæði á blessuðum sófunum okkar?

Fara frá þessu…

45-www.skreytumhus.is-027

…yfir í þetta – bara á ca 20mín…

23-www.skreytumhus.is-041

Það þykir mér gleðilegt!  Reyndar, ef ég á að gera upp á milli – sem er náttúrulega ekki fallegt, en samt – þá finnst mér það gráa “betra”, það hentar mér betur á allan hátt.  Þarf ekki að hafa áhyggjur af blettum eða neinu svoleiðis, en engu síður þá finnst mér eitthvað dásamlega “posh” við að vera með svona ljóst sett…

01-www.skreytumhus.is-019

…en sá hvíti má eiga það að allir púðar og meððí verða voða fínir og sætir…

03-www.skreytumhus.is-021

…njóta sín svo vel og verða eitthvað svo hreinlegir og flottir…

04-www.skreytumhus.is-022

…smá pastellitir og oggupons af gráu og ég er kát…

05-www.skreytumhus.is-023

…og ég verð að viðurkenna að mér finnst voðalega þægilegt að horfa á stofuna svona – enda var Benjamin Moore (málingarfyrirtæki í USA) að tilkynna að litur árins 2016 væri hvítur, þannig að ég er í móð 😉 (sjá hér)

09-www.skreytumhus.is-027

…á þessari mynd sjáið þið hreindýr með hornin úr í loftið og, hver spottar “dýrið” í bakgrunninum?

11-www.skreytumhus.is-029

…og litlir forsmekkir af árstíðinni sem í vændum er, leynast hér og þar…

12-www.skreytumhus.is-030

…og hluti af borðinu góða (sjá hér), flutti yfir á stofuborðið…

14-www.skreytumhus.is-032

…en restin af því stendur enn – er bara ekki búin að tíma að taka þetta niður ennþá…

17-www.skreytumhus.is-035

…ég tók líka stóra skemilinn okkar og setti bakka á hann, og gerði hann þar með að hliðarborði – maður reddar sér…

25-www.skreytumhus.is-043

…gæra í sófanum, auðvitað…

15-www.skreytumhus.is-033

…og könglarnir mættir á staðinn, enda svo sannarlega haustskraut líka…

19-www.skreytumhus.is-037

…svo þurfa auðvitað að vera aukateppi – og ég verð að segja ykkur að þetta teppi þarna er eitthvað það mýksta og þægilegasta sem ég hef átt – þvílíkt kúruflísteppi…

22-www.skreytumhus.is-040

…annars er sófinn almennt eins og dýragarður, þar sem hreindýr…

20-www.skreytumhus.is-038

…sem og svanir sem lifa í sátt og samlyndi…

26-www.skreytumhus.is-044

…enda eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir!

Ég ætla að reyna að setja inn póst með alveg dásamlegu innliti síðar í kvöld, annars – strax á morgun.

Eigið yndislegan dag ♥
02-www.skreytumhus.is-020
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!

7 comments for “Í einni svipan…

  1. Margrét Helga
    22.10.2015 at 13:18

    Hrikalega kósí hjá þér eins og alltaf 🙂

    Hélt fyrst að “dýrið í eldhúsinu” væri Stormur, en sá svo að það var annars konar dýr 😉

  2. lilja
    22.10.2015 at 18:48

    hvar fékkstu dásamlega kúruteppið?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.10.2015 at 19:03

      Æji já, afsakið – það er nú bara úr Rúmfó, alveg hreint eins og að leggjast undir ský (get ég ímyndað mér) 😉

  3. Alma
    22.10.2015 at 22:26

    Svakalega kosý langar svo að vita hvar þú fékkst þennan legubekk? Hann virkar mjög vel 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.10.2015 at 22:49

      Takktakk!

      Þetta er Stocksund frá Ikea – hér sérðu bara áklæðið:https:
      //www.ikea.is/products/39144

  4. Hrönn
    23.10.2015 at 08:33

    Kósý…..góða helgi…:)

  5. silja
    29.10.2015 at 02:48

    Alltaf svo smart hjá þér 🙂 mér langar svo í einhvern svona bakka eins og þú ert með á skemlinum , hvaðan er þinn ef ég má spurja ?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *