…stundum er ég spurð hvers vegna ég “nenni” að vera að þessu breytinga- og skreytingabrölti?
Ég held að svarið sé svolítið á þá leið að í fyrsta lagi, þá finnst mér þetta óstjórnlega skemmtilegt. Hausinn á mér er alltaf fullur af alls konar sem mig langar til þess að koma í framkvæmd og breyta, bara aaaaðeins, og gera að mínu.
En í annan stað, þá er það þessi mikilvæga tilfinning að gera sér hreiður, að gera sér stað sem er á allan hátt þinn og ætlaður til þess að þér líði vel.
Ég þarf að búa mér til stað sem að umlykur mig, “verndar” mig gegn umheiminum og mér líður vel á. Það er enginn annar staður sem mér finnst betra að vera á, en heima hjá okkur með fjölskylduna í kringum mig. Þá er ég örugg, elskuð og róleg.
Þess vegna kom upp þessi dramatíski titill, vörn mín og skjól.
Við stjórnum ekki á nokkurn hátt ytri aðstæðum. Við lendum í hinu og þessu, hvort sem að okkur líkar betur eða verr. Sorg, hræðsla, kvíði og líka hamingja, gleði og ánægja – þetta er tilfinningar sem að við upplifum, og höfum oftast engin tök á að stjórna. Þá er fátt eitt betra en að komast heim til sín, og finnast maður vera fullkomlega öruggur, allar varnir geta farið niður og þú er í heimahöfn ♥
Annað var það nú ekki, bara smá pæling sem datt í kollinn á mér.
Átti dag í gær sem var örlítið erfiðari en aðrir, og þegar ég kom loks heim – þá lagðist ég í bólið og var sofnuð fyrir kl 20.
Því ég var komin heim ♥
Vona að þið eigið góðan dag í dag!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!
Elsku dúllan mín…vonandi vaknaðir þú inn í betri dag en í gær… <3
En að fólk spyrji þig hvernig þú nennir þessu…það er eins og að spyrja Gylfa Þór Sigurðsson hvernig hann nenni að vera alltaf í þessum fótbolta! Þetta er bara það sem þér finnst skemmtilegast, að minnsta kosti skemmtilegt og ef maður getur unnið við áhugamálið sitt þá er maður heppnasti hundur í heimi! Málið dautt.
Risa rafrænt knús til þín mín kæra…
Haltu áfram að gera okkur glaðan dag. Það er svo skemmtilegt og spennandi að fá nýtt og nýtt frá þér. Elsk´edda <3
Skoða hjá þér mörgun sinnum á dag, þetta er svo flott sem þú ert að skapa, svo ekki sé minst á hugmyndarflugið. Já við þurfum að hugsa vel og skreita hreiðrið okkar svo það taki vel á móti okkur þegar við komum heim og kanski þreitt, haltu þessu áfram 👍👍👍👍
Skoða hjá þér á hverjum degi og oft er ég að skoða gamlar færslur….í guðana bænum halltu áfram að næra þig og okkur….:)