…ok, við erum búnar að fara í Bauhaus í þessari viku og fá okkur jóló (sjá hér og hér)! Tjékk!
En ég rápaði aðeins meira þarna inni og fékk mér líka Bauhús – haha
…þetta eru sem sé svona kassa/húsa/hillur, sem er hægt að láta standa – sem og auðvitað að hengja þær upp…
…og ég var að fíla þær í ræmur, þar sem þær eru svona með tré innan í – svart og hvítt – og svo skemmtilega rustic að utan…
…leit svo af arninum mínum, yfir á sjónvarpsvegginn…
…og það væri einmitt sneddí að nýta þær einhvern veginn svona…
…einfaldlega að taka niður nokkrar myndir og hengja þessi hús í staðinn…
…smá skemmtilegt fyrir jólin, svona til þess að jólaskreyta – í orðsins fyllstu merkingu – upp um alla veggi…
…tók einfaldlega nokkra litla hluti úr þorpinu góða…
…og setti í húsin…
…gæti allt eins verið jólasveinn sem þið eigið fyrir heima, eða bara hvernig jólaskraut sem er
Smá skemmtilegt, ekki satt?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, alveg ókeypis!
vááááá, þessi hús eruð æðislega falleg!
Vá!! Geggjuð hús! Þarft að blogga meira um það sem þú sást Bauhaus…hefur ca 12 daga til þess
Algert yndi þessi hús svo er ég svo skotin í trjám svo ég verð bara að eignast þau
ætla rétt að vona þau eru til þegar ég kem á frón eftir rúma viku