…af því að pósturinn áðan sýndi heilt þorp – þá fannst mér sniðugt að sýna ykkur bara lítið létt á móti!
…hér er bara einfaldur og fallegur stjörnustjaki, og með honum nokkrar tréstjörnur…
…þetta kemur líka úr Bauhaus, eins og það sem ég sýndi ykkur áðan…
…svo bara, með því að taka eitt og annað úr þorpinu, þá var hægt að bæta aðeins við – nokkrir sveppir og smá bambi…
…auðvelt væri svo að bæta við smá gervisnjó, könglum og jafnvel greni…
…þetta þarf ekki að vera flókið til þess að vera fallegt ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Þarg eiginlega að renna í Bauhaus þvílíkt æði margt og sætar uglurnar
Einfalt er oftast best…finnst þessi stjörnustjaki ofboðslega fallegur 🙂 Hægt að leika sér svo mikið með hann, eins og reyndar fjögurrastjakaglerkertakassann…