…eruð þið eins og ég og á hverju ári þá segið þið: “Á næsta ári þá kaupi ég ekki neitt fyrir jólin, enda á ég aaaaaaaalveg mikið meira en nóg?”
Síðan á nýju ári, og nýjum jólum, koma nýjar jólavörur og allur góður ásetningu flýgur út um gluggann – því þetta er bara svo faaaaaaaallegt ♥
Fáum því smá jólainnblástur frá smá jólabækling frá IB Laursen sem boðar bara ansi gott…
…allt svo natur og rustic, alveg eins og ég fíla í ræmur.
T.d. þessi hérna dásemdartré, sem t.d. væru ekki svona falleg ef ekki sæist í græna tréð þarna í baksýn…
…og þetta hérna yndi – alveg hreint æðislegt – ekki væri verra að gera t.d. jóladagatal á svona grip…
…úúúú einfalt, en bara endalaust fallegt og stílhreint…
…blómaskreytirinn inni í mér verður alltaf sérlega kátur með eitthvað svona – mosi og könglar og greinar og…
…eða bara svona, einfaldar skreytingar í litla bolla. Eitthvað fyrir alla bollasafnarana þarna úti…
…og meira þarf ekki – bara fjögur kerti og smá könglar – yndis….
…meira fallegt og allt í natur, mér finnst þetta svo róandi og dásamlegt…
…og svo pakkaskreytingar, sem er spennandi kafli af jólunum!
IB Laursen vörur fást m.a í Garðheimum og Evitu – ef þið munið eftir fleiri stöðum þá má sko skella því hér fyrir neðan.
Smellið hér til þess að skoða allann listann (smell smell).
Hvað heillar mest?
All photos and copywright via IB Laursen.
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Æði! Mér finnst jóladagatalatréð æði og líka þarna aðventukertastjakinn…svo finnst mér stjarnan með mosaköngladótinu í flott líka 🙂