…meira grams og meiri gleði – ekki satt?
Vissuð þið að Von & Bjargir voru að flytja á Grensásveg 14, í bakhús þar.
Ekki? Þá vitið þið það núna 🙂
Alveg hreint upplagt að fara og graaaamsa…
…það var sko allt fullt af nýjum vörum hjá þeim, og þá meina ég nýjum. Mér skilst að þau hafi fengið einhvern lager frá einhverju fyrirtæki sem var að flytja og við njótum góðs af.
T.d. þessar hérna flottu luktar…
…þessar töskur voru eitthvað skemmtilegar sko…
…mér fannst þessi hjörtu ææææði…
…og fékk mér þau bæði glær og silfruð…
…krúttaður eggjahaldari…
…þetta borð yrði æðislegt eftir meikóver – t.d. bara að setja fullt af fallegum ljósmyndum undir glerið, eða jólakúlum, eða fallegum pappír eða flottum bókum – og kostaði 2000kr…
…skemmtilegar flísahillur…
…allt fullt af nýjum blöndunartækjum, ansi hreint retró og fallegum, og allt nýtt úr kassanum – eða enn í kassanum…
…dúdda mía – mér finnst þessi falleg í barnaherbergin…
…stórir úr Ikea, tveir saman, t.d. flott í stórar skreytingar fyrir brúðkaup…
…ferlega flottir zink pottar í setti – hægt að hengja upp inni eða úti…
…æðisleg saumavél – sjáið bara litinn á kassanum…
…flottar flöskur í körfu…
…og þessi var alveg uppáhalds!
…sem og þessi rúm!
…þvílík og önnur eins fegurð…
…nóg af plingri og prjáli…
…falleg vegghilla…
…mjög virðulegir og útskornir…
…krúttaralegt lítið hús…
…gömul og falleg ritvél…
…þessi gæti verið töff, þar sem pláss leyfir!
Ég tók hjörtun og hólfabakkann með heim, hvað hefðir þú fengið þér? 🙂
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Ég hefði tekið með mér hjörtun og bakkann eins og þú… en hefði líka mögulega reynt að fynna pláss fyrir ritvélina líka… fynnst hún mjööög töff.
Þarf að komast þangað og kaupa þessi blöndunartæki í 100 ára gamla húsið sem við hjónin erum að gera upp, annars fannst mér margt fallegt og hef aldrei heyrt um þessa verslun áður…ég þangað
Kv. Berglind