…er það ekki eitthvað sem að við bíðum allar eftir?
Var að finna myndirnar sem að voru teknar fyrir þessi jól og verð bara að sýna ykkur þær!
Þessi er strax svona uppáhalds – bara af því að myndin er svo mikið eins og ég elska. Hvítt, franskir gluggar og englavængir – gæti ekki verið betra…
…meira af hvítri fegurð – hreinlegt og bjútifúl…
…koma svo, mosi, hvít ljós, fjaðrir og gervisnjór. Ég sé meira segja glitta í smá köngla – ætli sá sænski lesi bloggið mitt?
…hvítir gærukransar – ætli þetta verði nýtt trend!
…og meira hvítt – því að ég er þannig að jólin eru hvít hjá mér
Svo er það fyrir pasteldrottningarnar, nóg af öllu…
…er þetta árið sem við skreytum fyrir ofan hjónarúmið?
…alls konar geometrísk form, enda er það svo trendy í dag…
…kemur samt skemmtilega út svona með kúlunum…
…spennandi að sjá hvort að þessar trékúlur séu heimaföndur, eða verða í sölu hjá þeim. Þetta er í það minnsta einfalt í sníðum…
Yfir í rauðari og hefðbundnari jól…
…þetta er nú alveg dásamlega krúttað…
…og svo líka huggulegir táningar sem baka – þeir koma til með að fást í eldhúsdeildinni ekki satt?
…mjög flott og stílhrein kökubox…
…sofið undir stjörnunum…
…ósójóló…
…það er greinilega nóg fyrir rauðu jólabörnin…
…og þessar svoldið skemmtilega vintage…
…og hver getur ekki bætt á sig nokkrum löberum, svona rétt sí svona…
…hér er nýjungin sem ég held að verði “hitt-ið” í ár…
…en það er þessi fallegu og stílhreinu stjörnuljós – er alveg viss um að þau seljist upp…
…þessi eru reyndar krúttuð líka!
Þessi finnst mér líka mjög falleg!
Hvað er annars ykkar uppáhalds?
Of snemmt fyrir jól?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Jei! Sá loksins myndirnar!
Yndislegt alveg hreint! Er reyndar ekki hrifin af pasteljólum þannig að það heillar mig ekki og ég myndi engan veginn vilja eiga það á hættu að vakna upp með jólakúlur dettandi á hausinn á mér
En margt þarna sem mér finnst flott, meira að segja heilla gærukransarnir pínulítið
Allt þetta rauða er náttúrulega bara gordjöss…Hlakka til að berja dásemdina augum!
Aldrei of snemmt fyrir jólin, geometrísku formin er nú hægt að nota bara allt árið sýnist mér. Æði
Fyrsta sem ég hugsaði var æ nei! Ég var búin að lofa að kaupa ekki meira jólaskraut! En englarnir….kransarnir…kökuboxin…allt svo fallegt að ég bara verð!
Veistu hvenær jólavörurnar verða komnar í Ikea?
Wúhú… það verður erfitt að standast þetta.
Þarf reglulega að minna mig á að migvantarekkimeirajólaskraut en það kemur alltaf eitthvað nýtt sem mig bráðvantar.
Það væri gaman ef það væri aftur skreytum hús jólakvöld í IKEA
ooohh æði! Sammála Margréti með pastellitina… en ég elska kertakúlurnar rauðu laaaaang mest !
Þvílík dásemd
Algjörlega heilluð og gærukransarnir og hvítu seríurnar ….. VÁ!!!
“Ég hlakka svo til. Ég hlakka alltaf svo til. En það er langt og svo langt að bíða. Og allir dagar svo lengi að líða….”
Hvítu seríurnar á síðustu myndinni, fallegu rauðu og hvítu dúkarnir og þessi fallegu og stílhreinu kökubox…allt saman algjörlega dásamlegt
I must say you have very interesting content here. Your content can go viral.
You need initial boost only. How to get massive traffic?
Search for; Murgrabia’s tools go viral