Pjatt og prjál…

…getur sko verið aldeilis ágætt til síns brúks.

Í þetta sinn var það veggur í þvottahúsi elskulegra tengdaforeldra minna sem beið eftir smá ást og athygli.  Tengdó var búin að biðja mig um að hjálpa sér við þetta, og þar sem að ég á bestu, vænustu og yndislegustu tengdaforeldra í heimi – þá var það auðsótt mál ❤

Hér er sem sé veggurinn sem um ræðir, og eins og þið sjáið þá eru alls konar snúrur, slökkvarar og meððí sem þarf að gera minna áberandi.  Ég var nú að segja tengdapabba að ég hefði kannski ekki sett slökkvitækið þarna, sett það frekar neðar eða á minna áberandi stað.  En hann er bara yfirmáta skynsamur og hefur það á stað sem auðvelt er að kippa í tækið ef þarf að nota það – skelfilegt þegar að pjattið víkur svona fyrir skynsemi 😉 hoho…
01-www.skreytumhus.is (FILEminimizer)

…elsku krúttið hún tengdó búin að hengja smá engil á þetta, svona til að skreyta smá 😉

02-www.skreytumhus.is-001 (FILEminimizer)

Við náðum ekki alveg að klára – þarf að smella af endanlegri lokamynd síðar.

En þið sjáið nokkuð vegin út hvernig þetta lookar 🙂

03-www.skreytumhus.is-002 (FILEminimizer)

…þetta er eins og áður sagði, pjúra pjatt og það er oft gaman…

04-www.skreytumhus.is-003 (FILEminimizer)

…við ætlum að setja svarta stöng og festa undir þessa hillu, þannig að hægt sé að setja tvö svona stykki og þar með lokum við vel fyrir það sem enginn vill sjá – en þarf að vera…

05-www.skreytumhus.is-004 (FILEminimizer)

…það er reyndar smá gagn af því að hafa svona snaga – því hægt er að hengja lykla þarna – sko, segið ekki að maður hugsi fyrir praktíkinni…

06-www.skreytumhus.is-005 (FILEminimizer)

…þrátt fyrir að vera lestarstjórinn í krúttlestinni, þá stoppar maður alveg í Skynsemisbæ og HugsaðuÍLausnumDal svona stundum…

07-www.skreytumhus.is-006 (FILEminimizer)

…en stundum setur maður t.d. blóm í körfu, þá er maður bara að blúnda í kringum sig.  Gerir ekkert gagn, nema gleðja andann, og er í sjálfu sér hægt að fara fram á meira en það?

08-www.skreytumhus.is-007 (FILEminimizer)

Fellur undir þennan dásamlega bráðnauðsynlega óþarfa sem er svo næs!

17-www.skreytumhus.is-016 (FILEminimizer)

…þessi dásemdar gluggaspegill á svo eftir að hengjast upp, og þegar við setjum stöng undir hann – þá verður hægt að krútta enn meira á þessari hillu…

09-www.skreytumhus.is-008 (FILEminimizer)

…þessa dásemdarbumbulínu stóðst ég ekki, og hún fékk að flytja inn í hvelli.  Síðan fékk ég sniðuga hugmynd, þar sem að tengdaforeldranir búa bara tvo ein saman, og engir smákrakkar, og jafnvel þó að krakkarnir séu þarna – þá ná þau ekki að teygja sig í hilluna.

10-www.skreytumhus.is-009 (FILEminimizer)
Því settum við bara þvottaduft í könnuna.
Gazalega einfalt og huggó þegar þarf að setja í eina vél, smá slurk með bumbulínu og allir glaðir!

14-www.skreytumhus.is-013 (FILEminimizer)

…falleg viskustykki eru síðan alltaf augnayndi, það er bara svoleiðis…

11-www.skreytumhus.is-010 (FILEminimizer)

…svo er bara að nýta það sem til er, eins og þessi fyrirmyndastjarna sem ég fann í skápnum hjá tengdó…

12-www.skreytumhus.is-011 (FILEminimizer)

Er þetta ekki bara huggó?

13-www.skreytumhus.is-012 (FILEminimizer)

Engillinn fékk meira segja að vera áfram memm…

15-www.skreytumhus.is-014 (FILEminimizer)

…heima er sko best…

16-www.skreytumhus.is-015 (FILEminimizer)

Best að gera smá lista yfir hvað er hvaðan:
Hillurnar tvær – Rúmfatalagerinn
Gluggaspegill – Rúmfatalagerinn
Kannan bumbulína – Góði Hirðirnn
Karfa með script texta – Rúmfatalagerinn
Hjarta – Rúmfatalagerinn
Silkiblómin – Ikea
Menu viskustykki – keypt í Köben
Home Sweet Home-skilti – Rúmfatalagerinn
L
itla húsið – Góði Hirðirinn

Athugið að ef ég fann hlutinn á heimasíðunni, þá er hægt að smella á alla línuna.


19-www.skreytumhus.is-018 (FILEminimizer)

Finnst ykkur ekki nauðsynlegt að fegra svona í þvottahúsinu?

18-www.skreytumhus.is-017 (FILEminimizer) ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

9 comments for “Pjatt og prjál…

  1. Margrét Helga
    01.10.2015 at 08:22

    Þvílíkur munur fyrir og eftir 🙂 Og það er sko bráðnauðsynlegt að gleðja andann vel og mikið, annars er bara ekkert gaman að þessu öllu saman.

    Hlakka til að sjá loka-loka myndina af þvottahúsinu 🙂 Held að mér myndi jafnvel finnast gaman að þvo þvott ef ég ætti svona fínt þvottahús 😉

    Knús í hús!

  2. Þóra
    01.10.2015 at 08:38

    Æðislegt.
    Þú ert snillingur.
    Ég er svo oft að hugsa ef við landsbyggðartútturnar kæmumst í svona frábærar búðir………

    • Margrét Helga
      01.10.2015 at 08:59

      Þóra…þær senda nú ansi oft heim, þessar yndisbúðir í Reykjavíkinni 😉 Hef alveg nýtt mér það, þótt það sé náttúrulega best að geta skoðað sjálfur og komið við 🙂

  3. Ósk
    01.10.2015 at 12:13

    Það er alveg sama hvað þú snertir allt verður svo yndislega fallegt og gott fyrir augað og smart. 😄

  4. Tinna Toll
    01.10.2015 at 13:10

    Hah! Nú er búið að sanna að það megi alveg skreyta þvottahús líka, nú veð ég í málið á nýja staðnum – jeeiiijj :-))

  5. Þuríður
    01.10.2015 at 13:40

    Ég er alveg sammála skynsama tengdaföður þínum að hafa tækið á þeim stað sem auðvelt er að nálgast það ef þarf að nota það. En mér persónulega finnst það ekki á réttum stað, TD ef þarf að nota það ef ef eitthvað kemur upp á gagnvart þvottavélinni sjálfri, þá finnst mér það á kolröngum stað. En þess utan finnst mér breytingarnar snilld hjá þér.

  6. Silla
    02.10.2015 at 15:36

    Mjög flott hjá þér 🙂

    Hvað heitir liturinn á veggnum…??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.10.2015 at 16:07

      Takktakk, þetta er SkreytumHús-liturinn, sem fæst í Slippfélaginu 🙂

  7. Anna Sigga G.
    16.01.2016 at 12:51

    Þetta er alveg magnað flott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *