…fórum við, sem endranær, upp á Akranes í dagsferð.
Þetta er eitthvað sem að allir í famelíunni hafa gaman að. Ég fer á antíkmarkaðinn hennar Kristbjargar (sjá hér), og krökkunum finnst það skemmtilegt líka.
Við förum í fjöruna, og fáum okkur Skútupyslu 🙂
…við tókum okkur líka smátíma í að labba aðeins um…
…og mér finnst sérstaklega gaman að skoða öll gömlu fallegu húsin…
…þessum fannst sérstaklega gaman að “skoða” dásemdar snúð…
…Stormi fannst gaman að “skoða” fisk sem hann fann í fjöruborðinu, og ætlaði aldrei að sleppa tökum á…
…og labb í fjöru er eitthvað sem okkur finnst öllum gaman að…
…sumir skoppa áfram…
…og aðrir fylgja í humátt á eftir…
..fótspor í sandi…
…þessi hérna – hún kýs sko að vera á táslunum þegar hægt er…
…og ég er enn jafn undrandi á hversu hratt tíminn líður og hvernig stendur á því að litla barnið mitt er að verða svona stórt…
…ástarljóð í sandinn…
…og daman heldur áfram að ferðast um landið á handahlaupum…
…og hversu kát er hún með þetta 🙂
…blómarósin okkar ♥
…og þessi hérna, hann elskar að skoða “kastalann sinn”…
…en hann er sko sannfærður um að hann eigi þennan kofa alveg einn…
…og þessi þreytandi mamma nýtir hvert tækifæri til myndatöku…
…sem er víst eins gott þegar að tíminn rýkur áfram á þessum hraða…
…og myndirnar sýna það kannski líka að það þarf ekki alltaf að vera eitthvað svakalega uppstillt, heldur bara fokið hárið…
…og hversdagsfötin…
…og svo er það þessi hérna…
…hann er gasalega krúttaralegur hérna…
…en hann er meira svona sperrtur og spenntur…
…og alltaf á ferð og flugi, þrátt fyrir að vera í taumi…
…og litli maðurinn þurfti að skrifa sig í sandinn líka…
…og var bara almennt góður með sig 🙂
…og við gerðum heiðarlega tilraun til fjölskyldumyndatöku, sem tókst þó ekki betur en þetta…
…og þetta var víst bara pósturinn í dag!
Gleðilega vinnuviku ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Yndislegur póstur!
Takk 🙂
Skemmtilegur póstur og fallegar myndir!
Gaman að sjá minn heimabæ með þínum augum 🙂
Takk fyrir mig,
Kv. Guðný