…er ekki alltaf gott að láta reyna á langarann?
Er ekki kjörið að kíkja í heimsókn og sjá hvað sænski kærastinn lúrir á – svona þegar að nýji listinn er kominn í hús (sjá hér).
Það er nú alltaf þannig að Ikea er með eitthvað fyrir alla, og ég er sérstaklega hrifin af öllu þessu vintage-looking hlutum sem er komnir.
Eins og t.d. þessi plagöt…
…og þetta hér af New York finnst mér alveg æðislegt…
…þessar hérna koma í tveimur stærðum, og mér finnst það ansi hreint fallegar – sér þær alveg í eldhúsinu…
…svona grátt áklæði, ferlega flott til þess að breyta auðveldlega look-i á herbergi og sér í lagi þegar að haustar…
…ég er með mikla bekkjaást, og þessi er ansi hreint fallegur. Ég myndi sko mála hann og setja t.d. við rúmsendann…
…þessar fannst mér líka svolítið skemmtilegar…
…þessi mjög töff, sé hana næstum fyrir mér á grófum trévegg einhversstaðar 🙂
Talandi um að smá grófleika, þá fannst mér þessar borðplötur alveg æðislegar – steypuáferð = bara kúl…
…konan sem elskar hvítar könnur, þessi er alveg hreint æðislegt…
…og þessi litla te-budda, hún er bara krútt…
…annar kollur sem mér finnst flottur í laginu og mig langar til að mála…
…þessir hérna eru alveg að kalla á pottablóm í sig, eða bara geyma hnífapör eða eitthvað – förðunarbursta?
…hversu margar glerkrukkur er hægt að eiga?
Ansi hreint margar!
…og um að gera að vera með flöskur í stíl…
…ég er með saumarbústaði á heilanum, Systur&Makar eru sko ekki að hjálpa mér að hætta að hugsa um það, en þessir sófar eru eitthvað gazalega sumarbústaða kózý. Þeir eru meira segja svefnsófar…
…í sumarbústað, það væri sennilega eini staðurinn sem ég gæti verið með bleikann sófa 🙂
…fullt af fallegum púðum…
…hér eru hnífapörin sem að mig langar í – já takk …
…þessi komu líka til greina – en já takk, vil þessi fyrir ofan…
…svoldið fallegar og retro litlar könnur…
…svo er það daninn í mér sem er gasalega skotin í þessum hér…
…sérstaklega þegar ég horfi á þá á þessari mynd 🙂
Hvað langar þig mest í frá þeim sænska?
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Allt voða fínt! 🙂 Mig langaði mest í trébrettin sem voru í línunni sem var að koma núna í september (Sigga Heimis) Var alveg gráti nær þegar ég kom að kaupa þau og bara allt búið. Kláraðist að mér skilst næstum því á korteri…..Skil ekkert að þeir skuli ekki hafa fengið fleiri.
Margt svo flott…bekkurinn, hnífapör og einn af mínum veikleikum eru bollar…svo eitthvað gamaldags 🙂
Ohhh… ég fór um helgina og þá voru einmitt nýju trébrettin og áhöldin búin, ég var ekkert smá leið. En þessi hnífapör eru nú ansi fín ( og allt hitt líka)
Margt mjöööööög fallegt þarna…og þetta minnti mig á eitt sem ég veit ekki hvort ég á að viðurkenna svona á opinberum vettvangi…ég er ekki enn búin að skoða nýja listann almennilega :$ Úff…nú er þetta komið út í kosmosið…Best að fara að gera eitthvað í því 😉
Mér finnst bekkurinn, kollurinn og hvíta kannan flott.
Virkilega veik fyrir þessum bollum og hnífapörum. En mig dreymir líka um nýtt sófasett og ýmislegt fleira í nýja listanum.
Vá hvað ég hef verið að gleyma mér á þessari síðu síðustu daga. Var að uppgötva hana 🙂 Ekkert smá flott !!
Mun héðan í frá fylgjst með þér daglega.
Takk fyrir 🙂