…það er víst ekki hægt að segja að maður sé alltaf á hraðferð. Stundum er ágætt að flýta sér hægt. Eins og t.d. með þennan hérna:
Ég fann þennan í Góða, og sýndi ykkur hann í júlí á seinasta ári (sjá hér). Síðan þá er greyjið búinn að bíða örlaga sinna í skúrnum, aleinn og einmanna, óttalega leiður! Ég er búin að fara í ótal hringi, búin að finna hið fullkomna efni í Rúmfó – til þess að klæða setuna. Búin að ákveða að mála og alls ekki að mála. Búin að fara fram og til baka. Já ég veit, það er aldeilis erfitt að vera ég stundum, og eins og þeir segja – þeir eiga kvölina sem eiga völina
Fyrsta sem ég ákvað, eftir langa mæðu, var að ég ætlaði ekki að klæða setuna sjálfa – sko, vel gert ég! Þetta er allt að koma hjá þér Soffia mín!
Næsta ákvörðun var einfaldari, ég ákvað að ekki væri hægt að hafa hann setulausann, en það var meira svona praktísk ákvörðun, svo ótrúlega erfitt að tosa sig upp eftir að afturendinn hefur hlunkast alla leið niður á gólf!
Svo var það liturinn!
Mér fannst alltaf fallegur viðarliturinn, en hann var meira svona fjarskafallegur. Í raun var hann svakalega þreyttur og þurfti á mikilli ást að halda. Mátaði hann á ganginum, þar sem ég var nú með ansi hrein fagran bekk fyrir, og varð þá alveg á því að koma mér frá þessu brúna viðarlit. Ég á alltaf hinn bekkinn og hann verður ekki málaður – er ekki alltaf fínt að eiga bekki til skiptana?
Hann var því málaður svartur blessaður – ekki að spyrja að því sko!
P.s. vil endilega benda á framlengingarsnúruna þarna á gólfinu, þetta er sko nýtt trend sem ég held að eigi eftir að verða þvílíkt vinsælt í vetur
…sama málningin notuð frá Slippfélaginu, en ég fíla svo vel þessa grófu áferð sem kemur með´enni…
Ég málaði þetta sem sé svona fallega “illa” – viljandi gætti ég þess að þekja ekki allt saman og leyfði honum að virka svona aðeins þreyttum…
…ekkert sandpappírað, sem væri þó hægt, heldur bara málað illa strax í byrjun…
…húsbandið, sem er sérlega bóngóður og yndislegur að vanda þessa dagana, sagaði svo til fyrir mig plötu í botninn og ég málaði hana svarta líka…
…nú þegar svo var komið – þá vorum við hjónin sérlega samtaka og sammála um að svona svört plata væri alls ekki að gera sig!
Við komum heim, og horfðum á grey bekkinn og hnussuðum – ferlega leiðinleg við hann…
…fyrir utan það að Storms-hárin, sem svífa hér yfir vötnum, voru svo greinileg á bekkinum að við vorum alveg að tapa okkur…
..þar sem við vorum einmitt að hillast svo mikið – eins og “frægt” varð í seinustu viku – þá kom ég út í bílskúr með ljósaperuna yfir hausnum og sagði: “heyyyyyy, en ef við sníðum svona trésetu í botninn á bekknum?”
Bóndinn var óvenju sammála, og sagði: “já, og gerum svo hillu fyrir neðan” Húrra!
Við höfum ekki verið svona fljót að játast hvort öðru síðan hérna fyrir framan prestinn um árið 2005
…og ég sagði, gerðu bara spýturnar beinar og einfaldar – skíthrædd um að “vinnugleðin” sem að kom yfir herrann færi tvínandi. En neinei, hr. Fullkomnunarárátta tók sig til og sneið til og dedúaði við þetta eftir öllum kúnstarinnar reglum – húrra fyrir reglustikaða manninum mínum!
…sko, bullandi bílskúrsrómantík og sóðaskápur saman
…sjáið þið bara – er´etta ekki að verða fínt?
…það fannst Stormi sko…
…hann tekur alveg virkan þátt í svona framkvæmdum…
…krúttsmiðurinn minn búinn að sníða til þess líka fyrirmyndarhillu í botninn…
…og þá tók frúin við að bæsa. Sama blanda og við hilluna, antík eik og dass af kirsuberja, blandað saman og fæst í Slippfélaginu…
…og svo var neðri hlutinn kominn í réttan gír…
…og look-ið á þessu var nú þegar farið að láta hjartað mitt syngja létt lag (sjá hér!!!!)…
…svo var toppstykkið sett á, ofan á svörtu plötuna sem við vorum ekki að fíla…
…meira bæserí – og því ber að geta að svona bæsun er fyrirtaks þerapía. Það er svo gaman að sjá hvernig viðurinn tekur við og lifnar allur við þetta – hrikalega fljótgert sem gleður mitt fljótfæra hjarta…
…nei sko – alveg að verða búin
…og hvað sko – EINMITT ÞETTA (SJÁ HÉR)!!
…eins og þið sjáið, þá tókst smíðavinna eiginmannsins svona líka prýðisvel…
…og ég fór aðeins með svörtu málningunni á kantana, svona ril þess að “rustic-a” þetta aðeins upp, og ætla kannski að gera meira…
…og nú talar þetta allt saman…
…”illa” málaði bekkurinn minn…
…og bæði efri og neðri hæðin…
Ég verð bara að segja að við erum frekar mikið skotin í þessum nýja vini okkar…
…mér finnst koma svo skemmtilega út að hafa svartan tón, með viðnum, við vegginn – því mér fannst hann helst til brúnn og samlitur með brúna bekkinum og snaganum á móti grábrúna veggnum…
…neðri hillan er síðan pjúra snilld, þar sem hún gefur mér stað fyrir körfurnar, sem geyma húfur og hatta litla mannsins, og meira segja stað sem hægt er að setja smá punterí á – ef í harðbakkann slær…
…rustic púðar og smá gæra…
…og eftir að ég geri örlitlar tilfæringar, sem væntanlegar eru – þá held ég að ég sé bara að verða til friðs – þar til næst…
…kózý stemmari bara…
…hvað finnst ykkur annars um þetta allt saman?
Þið sem nenntuð að lesa frá byrjun til enda
Litur á vegg – SkreytumHús-liturinn fæst í Slippfélaginu
Málning á bekk – Svört útimálning úr Slippfélaginu
Bæs – antík eik og smá af kirsuberja í bland, fæst í Slippfélaginu
Motta á gólfi – Rúmfatalagerinn
Körfur – Rúmfatalagerinn
Textapúði (síðan í fyrra) – Rúmfatalagerinn
Gæra – Ikea
Snagi á vegg – Góði Hirðirinn
Bekkurinn – Góði hirðirnn
Stjörnuljós – My Conceptstore
Heildarkostnaður við verkið kr. 6000 fyrir bekkinn.
Áttum timbur í afgang frá skrifstofusmíðinni á sínum tíma og bæs frá því að við gerðum hillurnar.
…og eins og sagði í byrjum, þá er oft gott að flýta sér hægt að gefa hlutunum tækifæri á að gerjast bara og “segja þér” hvernig þeir vilja verða!
*knúzar*
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Hann er svo fínn!
Ætlar Valdi ekki bara að leggja undir sig heiminn í DIY húsasmíðum? Virðist vera á rangri hillu í lífinu… miðað við hversu duglegur hann er, einmitt, að smíða hillur í öllum stærðum og gerðum við hvaða tækifæri sem er!
HnjooooO!
alveg geggjað
kom skemmtilega á óvart
Þetta er hrikalega flott. Ég er að elska litina á bæsinu sem þu notaðir og það er bara mjög líklegt að ég hermi eftir þér með með það þegar ég loksins kemst áfram með rumgafls DIY-ið mitt
Er svo fegin að ég fann bloggið þitt.
Geggjaður
Þessi bekkur er einn sá fallegasti sem ég hef séð…uppáhalds DIY-ið mitt frá þér til þessa verð ég að segja
Þetta er yndislegt
alveg yndislegur
Sæl, svo flott hjá þér ! Mætti ég spyrja hvaða lit þú ert með á veggnum í forstofunni ?
kv. Andrea
Takk fyrir Andrea – þetta er hinn “frægi” SkreytumHús-litur sem fæst í Slippfélaginu. Hann er öööööörlítíð ljósari þarna samt
Virkilega flottur.
Ég las í gegnum póstinn og varð alltaf spenntari og spenntari að sjá loka útkomuna.Svakalega er þetta flott hjá ykkur.
Mér finnst þetta flott og sérstaklega flott að sameina setubekk og smá geymslu (hillan undir)
Dásamlega fallegt hjá ykkur Soffía mín. Einstaklega skemmtileg útkoma, eins og alltaf ♡
Kv. Íris
Vá!! Ekkert smá flottur!
Vá æðislegur þið eruð snillingar.
Rosalega fallegur bekkur. Ég á einmitt alveg eins. Nema hann er mjög ólíkur. Hann hafði verið málaður hvítur þegar ég keypti hann. Ég á samt eftir að gera upp setuna á honum og skipta um efni og slíkt. Ég er með hann í eldhúsinu og elska hann. En snilld að sjá svona ólíkar útfærslur. Ég skoða síðuna þína mjög reglulega og hún er frábær
Æðislegur hjá þér!!!!
Svo gaman að sjá hvernig er hægt að breyta og bæta á allan mögulegan hátt, þetta datt mér ekki í hug! Ótrúlega vel heppnað og fallegt!
Vá!! Ekkert smá fallegur og hillan undir er bara snilld!! Held að maðurinn þinn sé svona “laumuskreytibreytir”, hann sem sagt er meðð´etta en lætur lítið bera á því
Yndislegt að sjá svona fegurð á mánudagsmorgni
Knús í hús!
Algjör snilld
vá hvað þetta er flott, nú dauðlangar mig í svona bekk, og púða og körfur og og og og ……… snillingur þú ert
Snilldin ein – geðveikt flottur, sammála með svarta litinn – eitthvað svo rústík flott áferðin á honum.
well done (“,)
Frábært hjá ykkur. Svo gaman að fylgjast með síðunni þinni
Takk fyrir
Þetta er alveg meiriháttar flott hjá ykkur. Þú ert svo hugmyndaauðug að það er með ólíkindum.
Það er alltaf gaman að fylgjast með þessu bloggi þínu.
Takk fyrir mig
Vá hvað þetta er flott hjá ykkur, yndislegt að sjá hvað þið svífið saman í framkvæmdadans í skúrnum ykkar : )
æði!!!!!! eins og allt sem þú/ þið gerir/ið…en hvar fékkstu svona dásemdar körfur með stöfum….
Körfurnar eru úr Rúmfó, ógó sætar!
http://www.rumfatalagerinn.is/geymsla/bastvrur/lamia-karfa-16x22x12-sm-3809701?filter_name=karfa
Snillingar. Og vá hvað þú málar illa vel.
Haha – takk fyrir það
Þið eruð snillingar!
Mjög flott hjá ykkur og gaman að lesa um allt ferlið. Fannst ég læra helling.
Halló hvernig er þetta hægt, þú ( þið) komið endalaust með geðveikar hugmyndir.
Hann sko bekkurinn er geggjaður
Love how it all came together! How did you attach the two kitchen doors to each other? Also, what is the translation of the saying over the bench?
Ofsalega fallegt