Endalausar tilfæringar…

…talandi um að vera yfirmaður órólegu deildarinnar.  Þá er ég búin að fara hamförum í eldhúshorninu, já – horninu!

Það þarf ekki mikið til þess að leyfa mér að snúast í milljón hringi og spá og spökulera.

02-www.skreytumhus.is-031

Eins og svo oft áður, þá er það alltaf eitthvað eitt sem ýtir mér af stað – þetta með litlu þúfuna sem er að velta þunga hlassinu (jájá, ég er þunga hlassið í þessari myndlíkingu)!

Í þetta sinn var það þessi litla vegghilla úr Rúmfó, sem ég keypti þegar við vorum að taka baðherbergi í gegn (sjá hér) og hún var aldrei notuð greyjið.  Hefur bara staðið hér og starað á mig, alein og leið…

01-www.skreytumhus.is

…og þar sem ég var ekki alveg nógu sátt við þetta allt saman, þá fór ég af stað…

03-www.skreytumhus.is-032

…þannig að upp fór hillan.  Síðan af því að ég þarf alltaf að vera pinu lítið öðruvísi, þá settum við hana öfugt upp!  Hohoho 🙂

04-www.skreytumhus.is-033

…síðan til öryggis, þá keypti ég þessa hillufestar á Bauhaus og setti fyrir neðan…

05-www.skreytumhus.is-034

…þar með varð útkoman þessi!

Síðan fannst mér þessi klukka svo æðisleg í Rúmfó, en því miiiiiiiður var hún alveg too much þarna á vegginn *dæææææs*…

06-www.skreytumhus.is

…en ég var kát með hilluna mína…

07-www.skreytumhus.is-002

…þessa öfugu! 🙂

Prufaði að setja klukku sem ég átti fyrir á vegginn, og lítið postulínsbretti…

08-www.skreytumhus.is-003

…komin nær lagi, enn alls ekki sátt…

09-www.skreytumhus.is-004

…ég er að segja ykkur það – að ég er fáránlega mikill kjáni stundum, að reyna að velja það “EINMITT” rétta…

10-www.skreytumhus.is-005

…síðan fór ég í Pier, og þá bara *ding* kveiknaði ljós og englarnir hófu upp raust sína.  Þið vitið – breytingar/skreytingaenglarnir sem syngja reglulega fyrir mann.

Ég sá nefnilega alls konar klukkur þar, og það sem meira er – þær eru á afslætti núna – sem gerði mér sérlega auðvelt fyrir (sjá hér)

1-Screen Captures53

…og þetta var útkoman…

13-www.skreytumhus.is-002

…og ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta flott 🙂

14-www.skreytumhus.is-003

…húsbandið stundi þungann – og tilkynnti mér að nú myndi hann aldrei vita hvað klukkan væri 🙂 …

15-www.skreytumhus.is-004

…ég prufaði að skella þessu fína dregli á gólfið (fæst í Rúmfó og kemur í nokkrum litum, ma gráum og með mism

unandi texta)…12-www.skreytumhus.is29-www.skreytumhus.is-014

…fækkaði bökkum á nýjan leik…

16-www.skreytumhus.is-005

…og já – var að verða sátt…

17-www.skreytumhus.is-006

…er sérstaklega hrifin af þessu klukku-kombói…

18-www.skreytumhus.is-001

…hillan er líka snilld, t.d. fyrir matreiðslubækur…

19-www.skreytumhus.is-003

…enda sér skrautið til þess að ekkert detti niður…

20-www.skreytumhus.is-004

…og svo má meira segja hengja neðan í hana sitthvað – ég prufaði meira segja þetta hérna…

22-www.skreytumhus.is-007

…bara með því að setja grein sem ég átti og stinga í festinguna…

23-www.skreytumhus.is-008

…sannleikurinn er líka sá að kerti gera allt betra…

25-www.skreytumhus.is-010

…og ég elska að blanda þessu svona vintage dóti með…

26-www.skreytumhus.is-011

…svona er þetta þá…

30-www.skreytumhus.is-015

…að vísu tók ég greinina í burtu, langaði bara að sýna að þetta væri möguleiki…

28-www.skreytumhus.is-013

…það er naumast að hægt er að snúa sér í hringi, í einu einasta horni – ekki satt?

31-www.skreytumhus.is-017

…átttir þú eitthvað þú eitthvað uppáhalds í póstinum?

Öfugu hilluna?

Klukkugrúbbuna?

Annars segi ég þá bara góða helgi krúttin mín, og takk fyrir vikuna ❤

21-www.skreytumhus.is-006

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

10 comments for “Endalausar tilfæringar…

  1. Greta Kristín
    04.09.2015 at 08:11

    Klukkugrúbban er dásamleg 🙂

  2. Harpa
    04.09.2015 at 08:22

    Algjört æði, hillan æðisleg, klukkurnar hrikalega flottar svona og bara allt yndislegt sem þú gerir.

  3. María
    04.09.2015 at 08:53

    Geggjað. Mitt uppáhald er klukkugrúbban en þetta er samt allt mjög fínt og þú sniðug að hengja hilluna upp öfuga.

  4. 04.09.2015 at 09:10

    Frjóar og flottar hugmyndir mín kæra, hillan snilld, svo ótrúlega praktísk hugmynd, vantar oft staði fyrir bakka og klukkukombóið kom skemmtilega á óvart 😉

    Góða helgi og bestu kveðjur!

    Kikka

  5. eva
    04.09.2015 at 12:52

    Allt flott, takk fyrir mig. var einmitt að leita mér að nýrri klukku..

  6. Margrét Helga
    04.09.2015 at 13:27

    Snillingur! Hef oft horft á þessa hillu, finnst hún hrikalega flott, en hefði ekki fyrir mitt litla líf dottið í hug að setja hana upp á hvolfi! Og klukkugrúppan smellpassar þarna inn! Hrikalega flott hjá þér mín kæra!

  7. Margrét
    04.09.2015 at 20:50

    Klukkurnar eru flottar og einnig hillan, sem mér finnt dásamleg! Það er eitt orð yfir þig Soffía mín og það er “æði”. Það er svo gaman að fylgjast með þér og hugmyndum þínum, þannig að þú ert æði!

  8. Greta
    05.09.2015 at 11:37

    Skemmtilegar pælingar 🙂
    Hillan er æði!

  9. Þóra
    05.09.2015 at 21:25

    Klukkugrúbban er æði.
    En ég er búin að vera að leita að hlerum í gluggann síðan ég byrjaði að búa, hugmynd hvar þeir fást??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.09.2015 at 23:11

      Ég fékk hlerana í Góða Hirðinum, það er helst að fá þá á svoleiðis stöðum. Reyndar voru líka til í Pier um daginn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *